Umræðan um transfólk „að batna“

Andreja Pejic á amfAR galakvöldinu í júní á þessu ári.
Andreja Pejic á amfAR galakvöldinu í júní á þessu ári. AFP

Fyrirsætan og transkonan Andreja Pejic gekkst undir kynleiðréttingu á seinasta ári en hún beið með leiðréttinguna í nokkur ár þar sem hún vildi einbeita sér að fyrirsætuferlinum. Í dag hefur hún lokið ferlinu. Hún segir sögu Caitlyn Jenner, sem var áður Bruce Jenner, hafa varpað jákvæðu ljósi á málefni transfólks en Caitlyn gekkst undir kynleiðréttingu á þessu ári, 65 ára gömul.

„Fjölmiðlar sýna klárlega meiri virðingu í dag heldur en áður fyrr. Ég held að umræðan sé að batna. Það er frábært að transfólk fái tækifæri í kvikmynda- og tískuiðnaðinum, það fólk hefði kannski ekki fengið þessi tækifæri áður,“ útskýrði Pejic sem þakkar fólki eins og Caitlyn Jenner meðal annars fyrir þær jákvæðu breytingar sem hafa orðið á umræðunni um transfólk undanfarið. Þetta kom fram á vef Who What Wear.

Tók að sér fjölbreytt verkefni

Ferill Pejic er einstakur að því leiti að á einum tímapunkti tók hún að sér fyrirsætuverkefni bæði sem karlmaður og kvenmaður. „Fólk hefur bent mér á að ferill minn er mjög sérstakur að því leiti að ég kom fram sem kona og karl. Þetta var klárlega skemmtilegt tímabil. Ég er stolt af því sem ég afrekaði á þessum tíma og ég er líka mjög ánægð að vera komin á næsta kafla í lífi mínu, takmark mitt hefur alltaf verið að lifa lífinu sem kona.“

Peijic á framtíðina fyrir sér og það er nóg að gera hjá henni þessa stundina. Nýjasta verkefnið sem hún tók sér fyrir hendur var fyrir snyrtivörumerkið Make Up For Ever en hún hannaði augnskuggapallettu í samstarfi við Make Up For Ever.

Andreja Pejic hannaði þessa augnskuggapallettu í samstarfi við Make Up …
Andreja Pejic hannaði þessa augnskuggapallettu í samstarfi við Make Up For Ever.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál