H&M í hönnunarsamstarfi við Kenzo

Hér má sjá þau Carol Lim og Humberto Leo, listræna …
Hér má sjá þau Carol Lim og Humberto Leo, listræna stjórnendur Kenzo ásamt Ann-Sofie Johansson, yfirhönnuði H&M, fyrir miðju. H&M magazine

Í gær tilkynnti sænski tískurisinn H&M um samstarf sitt við franska tískuhúsið Kenzo. Línan mun fara í sölu í völdum H&M-verslunum og á netinu 3. nóvember en hún mun samanstanda af bæði fatnaði og skartgripum fyrir konur og karla.

Listrænir stjórnendur Kenzo eru þau Humberto Leon og Carol Lim en í tímariti H&M segjast þau afar spennt fyrir verkefninu. Árið 1972 hélt Kenzo Takada sína fyrstu tískusýningu í París. Hann lét af störfum árið 1999 en árið 2003 var Antonio Marras ráðinn sem listrænn stjórnandi tískuhússins.

Humberto Leon og Carol Lim tóku svo við árið 2011 en þau breyttu stefnu tískuhússins og komu því aftur á kortið með blöndu af fallegum og líflegum prentum og götufatnaði.

Margir kannast eflaust við tígrisdýra peysurnar frá Kenzo sem gerðu …
Margir kannast eflaust við tígrisdýra peysurnar frá Kenzo sem gerðu allt vitlaust.
Eftir að þau Carol Lim og Humberto Leon tóku við …
Eftir að þau Carol Lim og Humberto Leon tóku við sem listrænir stjórnendur Kenzo komst tískuhúsið aftur á kortið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál