Áhorf kvenna á klám eykst eftir hjónaband

Níu prósent kvenna sögðust hafa horft á klám fyrir hjónaband …
Níu prósent kvenna sögðust hafa horft á klám fyrir hjónaband en um 28% höfðu horft á það eftir hjónaband. Ljósmynd/GettyImages

Áhorf kvenna á klám eykst eftir að þær ganga í hjónaband. Aftur á móti minnkar áhorf karla á klám eftir að þeir ganga í það heilaga. Þetta eru niðurstöður skýrslu sem birt var í Sexologies Journal.

Tekin voru viðtöl við hundrað kvænta karla og hundrað giftar konur til þess að kanna hvernig hegðun og afstaða fólks gagnvart kynlífi breytist fyrir og eftir hjónaband. Níu prósent kvenna sögðust hafa horft á klám fyrir hjónaband en um 28% höfðu horft á það eftir hjónaband. Aftur á móti komu fram andstæðar niðurstöður hjá körlunum en um 23% af þeim sögðust hafa horft á klám fyrir hjónaband en 14% eftir hjónaband.

Á vef The Independent er haft eftir rannsakendunum: „Niðurstöðurnar sýna að áhorf á klám eykst eftir hjónaband hjá konum en minnkar hjá körlum. Meiri kynlífslöngun hefur verið tengd við meiri áhorf á klámi. Eftir hjónaband eru karlar líklegri til að setja í forgang kynlíf með makanum sínum í stað þess að skoða kynferðislegar fantasíur.“

Þá segja rannsakendurnir að svo gæti verið að hjónabandið hefði ekki mestu áhrifin varðandi klámáhorf heldur einnig umræðan í samfélaginu og aldur þátttakenda. Nú séu konur viljugri til að viðurkenna að þær horfi á klám þar sem umræðan um kynfrelsi kvenna er mun opnari en áður.

Ljósmynd/GettyImages
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál