Svona færðu fleiri „like“ á Instagram

Það skiptir miklu máli hvernig mynd þú setur á Instagram, …
Það skiptir miklu máli hvernig mynd þú setur á Instagram, viljir þú fá mörg „like“. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Þegar þú póstar mynd á Instagram getur skipt miklu máli hvaða filter þú velur á myndina, viljir þú að „like-in“ hrannist upp. Myndirnar geta þurft mismunandi filtera, allt eftir því hvað þú vilt leggja áherslu á.

Hönnunarfyrirtækið Canva kannaði fyrr á þessu ári hvaða filterar eru að skila flestu „like-unum“ í hús og fjallaði Huffington Post um rannsóknina. Skoðaðar voru fleiri en milljón myndir á Instagram, svo niðurstöðurnar ættu að vera gefa góða vísbendingu. Hér má sjá fimm vinsælustu filterana samkvæmt rannsókninni, eftir því hvers konar mynd er póstað. 

A photo posted by Fantrip (@fantrip) on Jun 14, 2016 at 10:34am PDT

Claredon er langvinsælasti filterinn. Hann fer vel við flestar myndir, þar sem hann skyggir vel og dregur fram það besta úr litunum. Myndirnar lýsast því vel upp, án þess að filterinn verði of áberandi.

A photo posted by MAnuel (@manuel.linares.rey) on Feb 11, 2016 at 7:21am PST

Skyline fyrir myndir af mat. Allir elska að taka myndir af matnum sínum, þegar farið er út að borða eða makinn býr til eitthvað rosalega fínt. Filterinn lýsir upp myndina, sem gerir matinn ferskari og hentar sérstaklega vel fyrir myndir af salati, hnetum og osti. Matarmyndir með Skyline-filter fá að meðaltali 91 „like“ á Instagram, en ef þú vilt heldur nota annan, mælir rannsóknin með Helena filternum.

#NoFilter

A photo posted by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Oct 16, 2013 at 11:41pm PDT

Ekki nota filter á „selfie“! Náttúruleg fegurð er rosalega heit í dag og „selfie“ myndir með engum filter fá að meðaltali 78 like. „Selfie“ með engum filter og „hashtag“ #nofilter sýnir að þú ert alvöru.

A photo posted by @fotof_project on Aug 1, 2015 at 3:12pm PDT

Ef þú vilt taka náttúrumyndir er Valencia-filterinn fyrir þig. Notendur Instagram elska náttúruna, því engar myndir fá fleiri „like“ en flottar útilífsmyndir. Ætlir þú að pósta mynd af fossi, trjám eða fjöllum, sem er tilvalið á Íslandi, skaltu nota Valencia, en það skilar að meðaltali 121 „like-um“ á mynd.

A photo posted by Vũ Hà My (@vuhamy106) on Nov 23, 2015 at 7:45am PST

Þrátt fyrir að Kelvin sé ekki heitasti filterinn í dag, gæti hann skilað þér mörgum „like-um“ ef þú ert fyrir að taka tískumyndir. Sértu búin að kaupa þér glæný föt og vilt sýna fólki þau, skaltu hafa í huga að hinn hlýi og litríki Kelvin-filter, skilar að meðaltali 162 like-um á slíkar myndir, á meðan Valencia skilar 40 færri „like-um“ að meðaltali.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál