Fjögur ráð til að flýta fullnægingunni

mbl.is/GettyImages

Þó að stundum geti verið gaman að taka sér langan tíma í kynlífið getur það hentað betur að taka hraðbrautina að fullnægingu. Women‘s Health ræddi við kynlífsráðgjafann Emily Morse, sem gefur fjögur góð ráð til að flýta fyrir fullnægingunni.

1. Forhitun

Forleikurinn fyrir næstu fullnægingu þína ætti að byrja strax og þeirri síðustu lauk. Hitaðu þig upp með því að senda makanum skilaboð, þar sem þið endurupplifið síðustu ástarlot ykkar til að byggja upp spennu og eftirvæntingu. Ef þú veist að gæjanum þínum langar í þig – og hvað hann vill gera með þér – mun það kveikja í þér.

2. Ekki sleppa forleiknum

Fyrir marga karlmenn er forleikurinn bara stuttur leikur til gamans, áður en aðalfjörið hefst. Það er alls ekki raunin fyrir konur. Kossar, snerting, leikir og munnmök munu hjálpa þér til við að fá fullnægingu fyrr. Ef þú hefur tíma skaltu eyða a.m.k. 20 mínútum í forleikinn, áður en haldið er áfram.

3. Baðaðu snípinn í athygli

Flestar konur fá ekki fullnægingu með kynmökum einum saman. Samhliða gamla góða inn og út, viltu líklega að snípurinn örvist með. Segðu manninum þínum að nota fingurna blíðlega til að örva snípinn og ekki vera hrædd við að snerta þig sjálf. Stellingar þar sem snípurinn strýkst við leikfélagann, t.d. kötturinn eða stellingar þar sem þú ert ofan á, eru góðar til að örvunar.

Kötturinn er góð stelling til að örva snípinn.
Kötturinn er góð stelling til að örva snípinn. Ljósmynd/Women's Health

4. Gríptu í græjur

Rétt eins og spjaldtölvan og snjallsíminn skemmta þér utan svefnherbergsins, geta titrandi typpahringir og önnur tól skemmt þér innan þess. Titrandi hjálpartæki eru auðveld í notkun og geta örvað næmu svæði líkamans með lágmarksfyrirhöfn, hvort sem það er við forleikinn eða í aðalatriðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál