Áhyggjufullur yfir sveittum fótum

Það er ekki tekið út með sældinni að vera með …
Það er ekki tekið út með sældinni að vera með illa þefjandi fætur. Ljósmynd / Getty Images

Árið 1951 leitaði örvæntingarfullur lesandi Heimilisritsins á náðir sérlegs ráðgjafa blaðsins, enda orðinn þreyttur á því að vera með sveitta og illa þefjandi fætur.

„Sp.: Kæra Eva, ég er í vandræðum með fæturna á mér. Ég svitna svo á þeim og þeir verða oft aumir og þrútnir. Geturðu gefið mér eitthvað gott ráð við þessu?“

Eva vissi svo sannarlega viti sínu, enda svaraði hún um hæl.

„Sv.: Þegar þú þværð fæturna skaltu bursta þá með naglabursta. Það örvar blóðrásina, hreinsar ójöfnur og skapar vellíðan. Berðu duft (talkum) alltaf á fæturna áður en þú ferð í sokka. Láttu það líka í skóna. Víxlböð eru mjög góð fyrir fæturna. Haltu þeim í heitu og köldu vatni á víxl. Ef fæturnir eru aumir og heitir er ágætt að nudda þá lauslega upp úr Eau de Cologne (láta það þorna og fara svo í hreina sokka). Nauðsynlegt er að nota rýmri skó á sumrin en veturna, því að fæturnir þrútna í hita. Athugaðu vel að láta tærnar hafa gott svigrúm.“

Svar Evu í heild sinni má lesa á tímarit.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál