„Hvers vegna er svona erfitt að hitta konur?“

Ekki reynist öllum auðvelt að næla sér í lífsförunaut.
Ekki reynist öllum auðvelt að næla sér í lífsförunaut. Ljósmynd / Getty Images

„Kæra E. Jean, ég er nokkuð myndarlegur gaur, sem á sér augsýnilega vandamál. Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að síðhærðir karlmenn í háværum hljómsveitum ættu ekki í neinum vandræðum með að ná sér í stelpur. Sú er ekki raunin hvað mig varðar. Ég er óneitanlega svolítið feiminn, en um leið og ísinn hefur verið brotinn er ég líkt og opin bók,“ segir í bréfi einmana manns, sem hefur ekki notið mikillar kvenhylli. Hann leitaði því á náðir sambandsráðgjafa tímaritsins Elle.

„Getur verið svona erfitt að finna sér konu? Einhverja til að njóta lífsins með. Ég er að gera eitthvað rangt, en ég veit bara ekki hvað. Eða er þessi einmana píanóleikari að tapa glórunni?“

Ráðgjafinn átti ekki í vandræðum með að hjálpa manninum, enda ekki ráðgjafi fyrir ekki neitt.

„Hver ert þú eiginlega? Frédéric Chopin? Og á hvaða öld lifir þú eiginlega? Það eru milljónir kvenna á samfélagsmiðlum sem myndu traðka niður sínar eigin ömmur til þess eins að fá þig til að kitla nóturnar þeirra. Ef þú vilt athygli frá fallegra kyninu, veittu hana þá. Til dæmis, „kjóllinn þinn er svo fallegur að hann á skilið eigin bakraddasöngvara“. Þetta kemur með æfingunni. Í guðanna bænum talaðu við konur, og vertu áhugasamur um það sem þær hafa að segja.“

Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál