Óttast að geta ekki fullnægt kærustunni

Maðurinn vildi síður valda nýju kærustunni vonbrigðum.
Maðurinn vildi síður valda nýju kærustunni vonbrigðum. Ljósmynd / Getty Images

„Ég er 67 ára, hef tvisvar verið giftur og á núna í sambandi við konu á svipuðum aldri. Hún hefur ýjað að því að hún hafi ekki lifað kynlífi með manni sínum vegna þess að hann fékk heilabilun og lést að lokum. Vandamál mitt er að vegna samblands gamalla meiðsla, krabbameins í eistum og of hás blóðþrýstings er ég nánast vita gagnslaus þegar kemur að samförum,“ segir í bréfi áhyggjufulls manns, sem vill ekki valda nýju kærustunni vonbrigðum.

„Ég myndi þó gera hvað sem er til þess að hjálpa henni að fá fullnægingu. Mig langar að vekja máls á þessu við hana, en vil ekki virka eins og ég sé of ákafur.“

Ráðgjafi Guardian, Pamela Stephenson Connolly, á ráð undir rifi hverju og átti því ekki í erfiðleikum með að liðsinna manninum.

„Ekki einblína á vandamál þín. Vilji þinn til að veita bólfélaga þínum unað mun vega þyngra heldur en vandinn. Trúðu því að þið getið fundið leið sem hentar ykkur báðum til að auka við nándina. Það er alltaf mögulegt, sama hver hindrunin er. Í fyrsta lagi skaltu losa þig við frammistöðukvíðann, en hann mun standa í vegi fyrir að þú getir hugsað út fyrir boxið. Blíða, sefandi snerting, faðmlög og kossar gæti verið rétta leiðin til að koma á líkamlegu sambandi ykkar á milli.“

Pistilinn í heild sinni má lesa hér.  

Blíða, sefandi snerting, faðmlög og kossar gæti verið rétta leiðin …
Blíða, sefandi snerting, faðmlög og kossar gæti verið rétta leiðin til að stofna til líkamlegs sambands. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál