Kvensjúkdómalæknar vilja að þú vitir þetta

Kvensjúkdómalæknar eru ekki að pæla í hárvexti sjúklinga sinna.
Kvensjúkdómalæknar eru ekki að pæla í hárvexti sjúklinga sinna. mbl.is/Thinkstockphotos

Mörgum konum þykir óþægilegt eða vandræðalegt að fara til kvensjúkdómalæknis. Prevention fékk nokkra kvensjúkdómalækna til að fara yfir hvað konur þurfa að hafa í huga áður en farið er til kvensjúkdómalæknis. 

Kvensjúkdómalæknum er sama um hárvöxt fyrir neðan mitti. 

Læknar eru ekki að pæla í þessu.

Þeim er sama um hvernig píkan þín lyktar. 

Hafðu frekar áhyggjur af táfýlu, nef læknanna er nær tánum þínum. 

Ekki sleppa tíma hjá kvensjúkdómalækni þó að þú sért á blæðingum. 

Læknar sjá mun meira blóð í fæðingum og keisaraskurði en þegar konur eru á blæðingum.

Þeir vilja vita ef þig klæjar í píkuna. 

Læknirinn er til þess að hjálpa þér. 

Þeir vilja vita hvers konar kynlíf þú stundar. 

Læknar vilja vita allt til þess að geta greint mögulega kynsjúkdóma. Þeir taka ekki á móti konum til þess að dæma þær. 

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál