Kynlíf allra meina bót

Kynlíf er hollt og gott.
Kynlíf er hollt og gott. Ljósmynd / Getty Images

Kynlíf er ekki bara skemmtilegt, því það getur beinlínis verið bráðhollt. Vefurinn Popsugar hefur tekið saman nokkra gleðilega fylgifiska sem kynlíf hefur í för með sér.

Fullnæging á dag kemur heilsunni í lag
Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á heilsusamlega kosti þess að stunda kynlíf reglulega. Kynlíf getur bætt svefn, styrkt vöðva og jafnvel dregið úr líkum á hjartaáfalli.

Bætir tengslin við makann
Þegar þú færð fullnægingu losnar gleðihormónið oxytocin úr læðingi, en það er talið tengjast tengslamyndun fólks. Þá getur kynlíf bæði treyst líkamleg og andleg tengsl þín við makann.

Kynlíf gerir þig meira aðlaðandi
Kynlíf stuðlar að bættri blóðrás, auk þess sem hin aukna oxytocin-myndun hefur góð áhrif á húðina. Þá er það einnig talið geta komið skikki á hormónabúskapinn og dregið úr húðvandamálum.

Kynlíf bætir sjálfstraust
Þegar þú finnur að þú ert aðlaðandi í augum makans, og getur komið honum til, getur það verið gott fyrir sjálfstraustið. Þér líður vel, maka þínum líður vel og allir græða.

Styttri og þægilegri tíðir
Þegar konur stunda kynlíf dregst legið í þeim saman, sem getur þýtt að það losar sig hraðar við blóð. Styttri tíðir eru frábærar fréttir.

Streitulosun
Þegar þú stundar kynlíf losnar gleðihormónið endorfin úr læðingi, en það sama gerist þegar þú skellir þér í ræktina. Við þetta slaknar á líkamanum, sem hjálpar þér að vera rólegri og glaðari.

Kynlíf er gott fyrir hugann
Rannsóknir hafa sýnt að við fullnægingu eykst blóðflæði til heilans.

Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál