Sex hlutir sem gerast ef þú sefur ekki nóg

Fólk er í meiri hættu á að fá sjúkdóma ef …
Fólk er í meiri hættu á að fá sjúkdóma ef það býr við langvarandi svefnleysi. mbl.is/Thinkstockphotos

Það eru flestir meðvitaðir um það að svefn sé mikilvægur og góður svefn hjálpar líkamanum að halda heilsu. Einhverra hluta vegna gleyma margir því og sofa bæði of stutt og óreglulega. Indy100 tók saman sex hluti sem geta gerst ef fólk sefur of lítið.

Þú getur litið hræðilega út

Tilraun var gerð á 18 ára gamalli stelpu sem svaf bara í fjóra klukkutíma þrjár nætur í röð. Hún endaði með því að líta út fyrir að vera mjög veik með bólgin augu og mikla bauga, hún var föl og með bólur.

Þú átt auðveldara með að veikjast

Svefnleysi til langs tíma getur gert það að verkum að fólk fái frekar sjúkdóma eins og hjartasjúkdóma, háan blóðþrýsting og sykursýki.

Þú gætir fitnað

Rannsóknir sýna að fólk sem sefur minna en sjö klukkutíma á nóttinni þyngist frekar og eigi í meiri hættu að vera í yfirþyngd. Þetta er vegna þess að þeir sem sofa minna eru með minna af efnum sem láta líkamann finna fyrir seddutilfinningu og eru með meira af hormónum sem stuðla að hungri.

Það hefur áhrif á heilann

Langtímasvefnleysi hefur áhrif á virkni heilans og getur orðið þess valdandi að fólk þjáist af þunglyndi, kvíða og jafnvel geðhvarfasýki.  

Kynlöngunin minnkar

Rannsókn hefur sýnt fram á að þeir sem sofa minna hafa minni kynlöngun.  

Svefninn hefur áhrif á minnið

Í svefni fer flokkun á minningum fram. Hvað er mikilvægt að muna og hvað er tilgangslaust að muna.  

Það er mikilvægt fyrir heilsuna að fá góðan svefn.
Það er mikilvægt fyrir heilsuna að fá góðan svefn. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál