Fólkið sem er líklegast til að halda fram hjá

Sjálfselskt fólk á það til að halda fram hjá.
Sjálfselskt fólk á það til að halda fram hjá. mbl.is/Thinkstockphotos

Framhjáhald er eitthvað líklega enginn vill lenda í enda er engin sérstök hamingja sem kemur úr framhjáhaldi og enda sambönd oft vegna þess. Samkvæmt ástarsérfræðingnum Matthew Hussey eru ákveðnar týpur líklegri til að halda fram hjá en aðrar.  

Sjálfsdýrkendur

„Fyrir sjálfsdýrkendur snýst þetta um að sanna hversu elskulegir þeir eru,“ sagði Hussey. En hann segir það sé ekki nóg fyrir þá að ein manneskja elski þá heldur vilji þeir vera vissir um að allir elski sig.  

Rannsókn sýndi að fólk sem telst vera sjálfsdýrkendur er minna skuldbundið í rómantískum samböndum, að vissu leyti vegna þess að hugmyndin um að finna einhvern betri er sterk. 

Óöruggt fólk

Flestir eru óöruggir á einhvern hátt en það er ekki það sem Hussey á við. Heldur á þann hátt að ef einhver er virkilega óöruggur með að fá ekki nógu mikla og stanslausa ást þá mun sá hinn sami fara leita eitthvað annað. Hussey segir það hættulegt. 

Sjálfselskt fólk

Sjálfselskt fólk sem hefur ekki gott siðferði þegar kemur að samböndum er þriðji hópurinn sem er líklegur til að halda fram hjá. „Það veit að ef það heldur fram hjá mun makinn hata það eða vera eyðilagður vegna þess, en þeirra eigin sjálfselska tekur bara yfir,“ sagði Hussey. 

Mörg sambönd enda vegna framhjáhalds.
Mörg sambönd enda vegna framhjáhalds. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál