Leiðarvísir að megrunarkúr stjarnanna

Sagt er að Jennifer Aniston neyti krukkufæðis til að grennast.
Sagt er að Jennifer Aniston neyti krukkufæðis til að grennast. mbl.is/Samsett mynd

Í kjölfar fregna af barnamatsáti stjarnanna og ágæti krukkufóðurs fyrir fullorðna er ekki úr vegi að fara yfir hvað barnamaturinn inniheldur, útskýra hvað er hér í gangi og finna leið, fyrir þá sem eru staðráðnir í að prófa, til að hefja átið á mun ódýrari og heilsusamlegri hátt.

Barnamatur í krukku er ágætur en sérhannaður fyrir ungbörn og þeirra næringarþarfir. Hafa skal í huga að hver krukka inniheldur á bilinu 3-400 hitaeiningar þannig að fullorðin manneskja þarf að innbyrgða 4-5 stykki daglega til að uppfylla hitaeiningaþörf sína. (Hitaeiningafjöldinn er misjafn eftir framleiðendum og tegundum.)

Að auki er krukkumaturinn hitaður upp í ákveðið hitastig til að gerilsneyða hann og má leiða líkur að því að slík meðferð hafi verulegt áhrif á næringarinnihald fæðunnar, virkni ensíma og annarra nauðsynlegra fjörefna á borð við fitusýrur sem þola ekki hátt hitastig.

Að því sögðu þá er ekki úr vegi að kanna innihald krukknanna en nokkur þrep eru í boði. Eftir því sem innihaldið er ætlað yngri börnum því einfaldari og betur maukað er það. Sem dæmi um þetta má nefna epli og perur, bananamauk og fleira í þeim dúr. Eftir því sem krukkumaturinn er ætlaður eldri börnum því samsettari verður hann. Sem dæmi um þetta má nefna spaghetti með tómötum og mozzarella osti. Þetta er engin töfraformúla heldur er einungis um að ræða spaghetti með tómötum og osti sem sett hefur verið í blandara og síðan hitað óheyrilega til að gerilsneyða almennilega.

Hvað er þá í boði? Fyrir þá sem hafa áhuga að að neyta krukkufæðis í megrunartilgangi er tvennt í boði. Annars vegar að fara út í búð og kaupa krukkur og hins vegar að búa matinn bara til sjálf/ur.

Ef þig langar í mauk skaltu afhýða nokkrar gulrætur, grasker, sætkartöflur, spergilkál, epli, perur eða hvað eina sem þig lystir í. Gufusjóddu það sem þú girnist, settu í blandara og kveiktu á. Notaðu soðið til að þynna maukið. Úr því sem komið er ekki úr vegi að gera maukið enn heilsusamlegra og bæta út í matskeið af góðri kaldpressaðri olíu, tahini eða einhverju viðlíka sem fer vel í kroppinn.

Ef að barn er á heimilinu er ekki úr vegi að gefa því af maukinu - enda um fyrirtaksfæði að ræða.

Mundu bara að áætluð hitaeiningaþörf er um 1500 kaloríur fyrir konu í aðhaldi og um 1800 fyrir karlmenn og að nota barnamat í sveltitilgangi er ekki málið!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál