Kynheilsa: Reglulegir ástarleikir geta dregið úr kvefi og flensu

Kynlíf hefur góð áhrif á heilsuna.
Kynlíf hefur góð áhrif á heilsuna. mbl.is

Aldrei er góð vísa of oft kveðin og því um að gera að minna fólk á að reglulegar „líkamsæfingar“ í svefnherberginu eru góðar bæði fyrir líkama og sál. Nú hafa rannsóknarmenn við hinn bandaríska Wilkes University sýnt fram á að nemendur sem elskuðust í það minnsta einu sinni eða tvisvar í viku, og stunduðu að sjálfsögðu ábyrgt kynlíf, höfðu hærra innihald af ónæmisglóbúlíni í líkamanum. Það er heiti á próteinum sem hafa það sameiginlegt að vera virk mótefni sem meðal annars geta ráðast gegn kvefi og flensusýkingum.

Ekki nóg með þetta heldur ku reglulegt ástarlíf líka geta aukið lífsgæði okkar og jafnvel lengt lífið. Niðurstöður rannsókna frá University of Bristol sýndu einhver tengsl á milli reglulegra fullnæginga og lífslíkna karlmanna á aldrinum 45 til 59 ára í Suður-Wales. Loks má benda á að ástarleikir hafa jákvæð áhrif á hormónabúskap líkamans. Þá ku vera betra að halda sér í æfingu til að æxlunarfærin haldi áfram að virka vel.

Ástareldur kryddar kynlífið.
Ástareldur kryddar kynlífið. mbl.is/Purity Herbs
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál