Megabeib eða megavika?

Auður Guðmundsdóttir.
Auður Guðmundsdóttir. mbl.is/Golli

Auður Guðmundsdóttir, sem tekur þátt í Stjörnuþjálfun Smartlands og Hreyfingar, starfar í bíói með skólanum. Hún segir að hún þurfi að sýna mikla sjálfstjórn innan um allt poppið og sælgætið.

„Í vinnunni á þriðjudaginn fékk vinkona mín, sem ég er að vinna með, sér dominos pitsu í kvöldmat því að það var jú megavika. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði ég fengið mér með henni. Ég sat þarna inni á kaffistofunni með indverska baunaréttinn minn sem er ótrúlega góður, en þegar ilmurinn af nýbakaðri dominos pitsu fyllti skilningarvitin fékk ég mikið vatn í munninn og baunarétturinn minn varð allt í einu ekkert svo góður lengur.“

Auður þurfti að taka á honum stóra sínum og til þess að standast freistinguna þurfti hún að spyrja sig hvort hún vildi vera Megabeib eða megavika?

„Megabeibið varð fyrir valinu. Nokkrum mínútum síðar þegar við vorum búnar að borða hætti ég að hugsa um hvað mig langaði í pitsu. Það er nefnilega málið með freistingar, þetta eru bara nokkrar mínútur sem mann langar hrikalega mikið að fá sér. Svo líður mómentið hjá og þú hugsar ekki um það meira. En ef maður hinsvegar gefur eftir og fær sér fær maður samviskubit um leið og bitinn er kominn í mallakút og það getur varað alveg í heila viku.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál