Fyrir og eftir myndirnar af Guðrúnu Björgu

mbl.is/Samsett mynd

Guðrún Björg Pálsdóttir segir að Stjörnuþjálfun hafi hjálpað henni að breyta alveg um lífsstíl.

„Ég fékk  frábæran stuðning og fræðslu sem ég mun búa að. Ég hef lært það að ég verð að forgangsraða  til að ná árangri. Ég gerði það í þessar 12 vikur og mun gera það áfram, já ég lærði það að mitt er valið  og það er ég sem uppsker. Ég tók miklum framförum á tímabilinu í öllu eins og bættu þoli, styrk, getu, sjálfstrausti í að ég geti allt eins og að hjóla eins og brjálæðingur sem ég hef aldrei gert áður og hafði gaman af þegar ég sá hversu mikið ég bætti mig og stóri JÓLABÓNUSINN var/er bætt líðan og ánægja.“

Þegar hún er spurð að því hvað stóð upp úr í Stjörnuþjálfun nefnir hún hversu fjölbreyttar æfingarnar hafa verið.

„Það sem mér fannst standa upp úr á þessu námskeiði var hversu fjölbreytt það var, það var eins og maður hefði verið á mörgum ólíkum námskeiðum sem gerði  námskeiðið svo rosalega skemmtilegt svo ég tali nú ekki um frábæru þjálfarana sem voru með okkur í tímunum, Önnu og Völu sem hvöttu okkur þvílíkt áfram og náðu öllu frá manni sem hægt var að ná. Það stendur að sjálfsögðu upp úr að mér hafi þótt svona gaman í tímum og ég meina alveg hrikalega gaman, sem er alveg nýtt af nálinni hjá mér og er mjög ánægjulegt. Ég var sko ekkert að dingla eins og ég hef svo oft verið að gera, fara í ræktina bara til að fara - NEI. Ég verð að viðurkenna að mér finnst nú líka standa upp úr að hafa misst rúm 10 kg á 12 vikum án þess að fara í megrun.“

Aðspurð að því hvort hún hafi búist við svona miklum árangri segist hún hafa búist við einhverju en ekki svona ógurlega miklu.

„Ég var alveg ákveðin í því að leggja mig alla fram þegar ég fékk þetta tækifæri og ná árangri en ég átti ekki von á þessum mikla árangri. Ég setti mér markmið í upphafi sem ég náði og rúmlega það, væntingar mínar voru ekki eins miklar og árangurinn varð.“

Hvað ætlar þú að gera til að halda árangrinum?

„Það sem ég ætla að gera til að halda árangrinum og bæta hann er að halda áfram að hreyfa mig og hafa hreyfinguna fjölbreytta - ég held að það sé galdurinn, ekki gera alltaf það sama og auðvitað halda áfram að hugsa um mataræðið. Borða fimm sinnum á dag, hollt og gott. Svarið er að halda áfram að gera það sem ég hef verið að gera síðustu 12 vikur. Ef námskeiðið Stjörnuþjálfun hefði verið í desember þá hefði ég ekki hikað og skellt mér áfram en það verður aftur í janúar. Svo er bara að passa sig um jólin, missa sig ekki í smáköku, konfekt og kökuát í kílóavís þó það séu jól.“

Förðun: Förðunarmeistarar frá MAC.

Eftir.
Eftir. Árni Sæberg
Eftir.
Eftir. Árni Sæberg
Eftir.
Eftir. Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál