Baðfatamyndir af Júlíu Rós Júlíusdóttur

Júlía Rós Júlíusdóttir náði þeim árangri á 12 vikum sem hún hafði verið að vonast til þess að ná síðustu sex árin. Í dag er hún orkumeiri, skerkari, liðugri og umfram allt miklu sáttari við sjálfa sig.

Hvað fannst þér standa upp úr?

„Umfram allt finnst mér standa upp úr fjölbreytni í æfingum. Held í alvörunni að enginn tími hafi verið eins og það er mikið að ná því fram á þessum 12 vikum. Síðan er jákvæðnin hjá þjálfurum og öll aðstaðan í Hreyfingu til fyrirmyndar.“

Datt þér í hug að þú myndir ná svona miklum árangri?

„Já, ég var viss um að ég myndi ná þessum árangri. Hef mikla trú á Önnu Eiríks og þar sem ég hef fylgst með henni á Netinu, þar sem hún hefur verið að setja inn myndbönd, vissi ég að þetta yrði mjög krefjandi og fjölbreyttar æfingar.“

Hvað ætlar þú að gera til að halda árangrinum?

„Ég mun halda áfram að æfa eins og ég hef alltaf gert, 5 til 6 sinnum í viku. Núna er ég komin í þetta góða form og á ég að ná að halda því með því að passa upp á að vera að gera krefjandi og fjölbreyttar æfingar. Ætla líka að halda áfram að taka hlaupið á tíma og halda í við þann tíma sem ég var búin að ná og jafnvel bæta hann smám saman. Ætla líka að fara alveg fast einu sinni í viku í hot-tíma því ég trúi því að það gefi mér fallegar línur. Síðan er mataræðið algjörlega lykilatriði, að halda sér í góðu jafnvægi og fékk ég mikla fræðslu um mataræði og margar uppskriftir til að styðjast við, sem ég nýti mér áfram. Það er t.d. orðinn fastur liður að fá sér grænu bombuna. Það sagði einmitt einn í vinnunni við mig eftir að námskeiðið var búið að ég komin með græna drykkinn „bíddu er þetta ekki búið?“ Svarið við því er nei, þetta er lífstílsbreyting sem ég valdi mér og er ánægð með.“

Förðun: Förðunarmeistarar frá MAC.

Eftir.
Eftir. Árni Sæberg
Eftir.
Eftir. Árni Sæberg
Eftir.
Eftir. Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál