Hvort er betra að nota sykur eða agave-síróp?

Amerískar pönnukökur.
Amerískar pönnukökur.

Í einni teskeið af agave-sírópi eru 20 hitaeiningar meðan það eru aðeins 15 hitaeiningar í teskeið af sykri. Guðrún Bergmann svarar þeim spurningum hvers vegna agave-síróp er hollara þótt það innihaldi fleiri hitaeiningar.

Þeir sem hafa verið að hugsa um heilsuna hafa á síðustu árum hallast að því að nota agave-síróp til matargerðar, baksturs eða til að sæta matinn sinn. Ég hef fengið nokkrar spurningar um það hvort sé sætara, sykur eða agave, og leitaði því svara við því. Ef við skoðum hitaeiningainnihald þeirra þá eru 20 slíkar í einni teskeið af agave-sírópi, en einungis 15 í samsvarandi magni af hvítum sykri. EN þótt það séu fleiri hitaeiningar í agave, þá er bragðið af sírópinu mun sætara og því þarf mun minna af því til að ná fram sætubragðinu. Í mataruppskriftum má minnka magnið um ca 40% ef agave er notað í stað sykurs og nota til dæmis 3/5 bolla af agave-sírópi í stað 1 bolla af hvítum sykri.

Sykurstuðullinn
Mestu skiptir kannski að sætan í agave er aðallega ávaxtasykur (fructose) á meðan hvítur sykur er súkrósi (sucrose), sem er samsett mólekúl glúkósa og ávaxtasykurs. Mikilvægt er að velja lífrænt (organic) eða hrátt agave-síróp (nectar) eins og til dæmis frá framleiðendum eins og Biona. Í lífrænu agave-sírópi, eins og frá Biona, er samsetningin 80% ávaxtasykur (fructose), 10% glúkósi (glucose) og 5% inúlín (inulin er trefjar og þær plöntur sem hafa það geyma ekki í sér sterkju) og önnur „prebiotics“ sem eru efni sem viðhalda góðri þarmaflóru. Forðist blandað agave-síróp, því sumir framleiðendur bæta maíssírópi og öðrum efnum við vöruna og umbreyta þannig grunni hennar.

Sykurstuðull (glycemic index) sýnir þau áhrif sem mismunandi fæðutegundir hafa á glúkósa í blóði. Samkvæmt slíkum mælingum er sykurstuðull hvíts sykurs 68 á meðan sykurstuðull agave-síróps er einungis 15. Með því að velja sætuefni sem er með lægri sykurstuðli drögum við úr sveiflum á blóðsykri, auk þess sem fæðutegundir með lægri sykurstuðli brotna hægar niður og nýtast líkamanum því betur. Margir telja jafnvel að þeir sem eru sykursjúkir geti notað agave-síróp til að sæta mat sinn. Eins og með allar sætar vörur er alltaf gott að nota þær í hófi.

Hér er uppskrift að amerískum pönnukökum sem gott er að borða með lífrænu agave-sírópi:
3 lífræn egg
125 g lífrænt hveiti með lyftiefni (self-raising)
140 ml lífræn mjólk
örlítið salt
Skiljið rauðurnar frá hvítunum og hrærið rauðunum saman við þurrefnin og þynnið með mjólkinni. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið varlega út í deigið. Hitið pönnu á miðlungshita, setjið smáolíu á hana og steikið pönnukökurnar í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Njótið vel.

HÉR er hægt að lesa pistilinn í heild.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál