6 mikilvæg atriði fyrir morgunmat

Þurrburstaðu á þér húðina.
Þurrburstaðu á þér húðina.

Dagurinn verður án efa mun ánægjuríkari ef þú þarft ekki að hendast út á morgnana á mettíma með buxurnar á hælunum. Hér eru 6 atriði sem þú ættir að gera fyrir morgunmat svo líf þitt verði betra.

1. Þakklæti

Þegar þú opnar augun á morgnana skaltu fara yfir þau atriði sem þú ert þakklát fyrir í lífi þínu. Hugsaðu jákvæðar hugsanir og finndu að minnsta kosti 10 atriði sem gera líf þitt frábært.

2. Þurrburstaðu húðina

Þetta virkar kannski furðulega en það er magnað hvað þurrburstun getur gert fyrir þig, ekki bara húðina heldur lífið í heild sinni. Með því að þurrbursta húðina kemur þú blóðflæðinu af stað sem gerir það að verum að sogæðakerfið styrkist og vöðvarnir mýkjast. Með þessu færðu margfalda orku fyrir daginn og krafturinn mun drjúpa af þér. 
 
3. Staðfesting

Vertu staðföst og láttu drauma þína rætast. Ekki segjast ætla að reyna að gera eitthvað heldur gerðu það. Minntu þig á staðfestinguna á hverjum morgni áður en þú borðar morgunmat. Segðu fimm jákvæð orð upphátt um sjálfa þig og endurtaktu þau fimm sinnum.
 
4. Hugleiddu

Það þarf ekki að taka nema fimm mínútur að hugleiða. Taktu þessar fimm mínútur frá því þær eru afar lítill hluti af deginum í heild sinni. Með því að hugleiða getur þú minnkað streitu og séð tilveruna í réttu ljósi.

5. Hreyfðu á þér rassinn

Þegar þú ert búin að hugleiða skaltu leggjast niður og draga hnén upp að brjósti og rúllaðu til vinstri og hægri. Teygðu vel á afturendanum og bakinu með þessari æfingu. Með því að liðka sig aðeins fyrir morgunmat verður dagurinn mun ánægjulegri.

6. Búðu þér til sjeik

Að setja hráefni í blandarann er einfaldasta leiðin til þess að fá góða næringu í morgunsárið. Settu möndlumjólk, frosin jarðarber, banana, grænt te, kókósolíu, hörfræsolíu og kanil í blandarann og drekktu á meðan þú ert að klæða þig í föt.

Þú þarft ekki að vakna eldsnemma til að framkvæma þessi 6 atriði. Með því að vakna hálftíma fyrr en venjulega rúllar þú þessu upp og lífið verður mun ánægjulegra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál