Er hægt að borða of mikið prótein?

Inga Kristjánsdóttir.
Inga Kristjánsdóttir. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Inga Kristjánsdóttir næringaþerapisti svarar spurningum lesenda Smartlands Mörtu Maríu. Hér er Inga spurð að því hvort hægt sé að neyta of mikils próteins. 

Sæl Inga

Er hægt að neyta of mikils próteins? Hvað er of mikið prótein og hver er afleiðingin? Er það hættulegt?

Kv, 

Nafnlaus

Góðan daginn og takk fyrir góða spurningu.

Já, svo sannarlega er hægt að neyta of mikils próteins, en það þarf þó kannski einbeittan vilja og ákveðni til að ná því. Þá erum við yfirleitt að tala um einstaklinga sem nota mikið af próteindrykkjum, stykkjum og slíku, eru markvisst að hækka mikið hjá sér próteininntökuna og hafa misst sig í einhverja tóma vitleysu. Fæstir eiga þetta á hættu og ég myndi segja að það væri algengara vandamál að fólk neytti of lítils próteins, sérstaklega við konurnar!

Það er mjög einstaklingsbundið hve mikið prótein er nauðsynlegt en almennar ráðleggingar hljóða upp á 0,8-1,3 grömm á líkamskíló á dag.

Þó eru rannsóknir varðandi þetta misvísandi og sumar þeirra hafa sýnt fram á að meira magn sé betra eða allt að 1,5-2,2 g á kíló á dag.

Svo hefur líka áhrif hvaða próteingjafa um ræðir. Þá skiptir fjölbreytni máli og gott að hafa hugann við að fá góðan skammt úr jurtaríkinu líka. Það er slæmt að vera á einhæfu mataræði og það býður upp á vandamál eins og fæðuóþol og slíkt.

Í öllu falli þarf að meta þetta út frá lífsstíl viðkomandi. Erum við að tala um íþróttamann eða kyrrsetumann? Er viðkomandi að eiga við einhver sérstök heilsufarsvandamál? Það er að ýmsu að hyggja.

Það er klárt að mjög mikil próteinneysla í langan tíma leitt af sér heilsufarsvandamál og komið niður á heilbrigði viðkomandi.

Það getur verið skemmtilegt og gott ráð að skrifa niður matardagbók í nokkra daga, nýta sér netið og finna reikni sem getur fundið út hlutföll næringarefnanna. Það ætti að gefa hugmynd um próteinneysluna.

Við þurfum á öllum næringarefnum að halda og stundum getur hjálpað að auka neyslu eins fremur annars. Til þess að geta ráðlagt betur varðandi slíkt er auðvitað nausynlegt að vita meira um einstaklinginn sem um ræðir.

Bestu kveðjur til þín og gangi þér vel, 

Inga næringarþerapisti

Liggur þér eitthvað á hjarta? HÉR getur þú sent Ingu spurningu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál