5 ástæður til þess að borða egg

Egg eru holl og góð.
Egg eru holl og góð. mbl.is/AFP

Egg eru allra meina bót. Þau eru ekki aðeins góð fyrir hjarta okkar og líkama okkar innvortis, heldur eru egg einnig góð fyrir líkama okkar að utan eins og til dæmis hárið.

Þrátt fyrir að egg hafi fengið á sig slæmt orðspor fyrir að vera full af kólesteróli, sýndu niðurstöður rannsóknar sem birtist í British Medical Journal að það að borða egg hefði engin áhrif á hjartasjúkdóma.

Hér eru fimm ástæður fyrir því að þú ættir að borða egg samkvæmt heimildum Huffington Post.

1. Egg geta búið til falleg börn. Egg eru nauðsynleg fyrir óléttar konur. Af hverju? Jú, egg eru full af kólíni og B-vítamínum sem eru nauðsynleg fyrir börn sem eru að vaxa í móðurkviði.

2. Egg geta komið í veg fyrir að þú sért alltaf að borða eitthvað óhollt á milli mála. Að borða próteinríkan morgunmat getur komið í veg fyrir að þú fáir löngun í eitthvað óhollt síðar um daginn.

3. Egg geta bætt viðbragð þitt. Í rannsókn sem var gerð árið 2014 var sýnt fram á að týrósín, sem er amínó-sýra sem finnst í eggjum getur hjálpað einstaklingum með að bregðast skjótar við aðstæðum sem krefjast skjótra viðbragða.

4. Egg geta mögulega dregið úr líkum á krabbameini. Andoxunarefnin í eggjum geta hjálpað við að minnka líkurnar á því að fá bæði krabbamein og sjúkdóma tengda hjartanu. Þrátt fyrir að það að elda egg minnki andoxunarefnin í eggjunum um helming, eru þau samt með jafnmikið af andoxunarefnum og epli, eftir eldun.

5. Egg gætu hjálpað til við að lækka blóðþrýstinginn. Próteinið í eggjunum gæti lækkað blóðþrýstinginn. Hafðu einnig í huga að þú þarft heldur ekki bara að borða egg á morgnana. Taktu egg með þér í vinnuna til þess að fá þér á milli mála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál