Var með róðravél á skrifstofunni

Jón Gnarr og Jóga.
Jón Gnarr og Jóga. mbl.is/Árni Sæberg

Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík var um tíma með róðravél á skrifstofunni sinni. Vél Jóns var svipuð og róðravél Frank Underwood úr sjónvarpsþáttunum House Of Cards. Underwood réri á vélinni þegar hann hafði lausa stund á milli stríða. Í vikunni tók ég viðtal við Ingimund Björgvinsson kraftlyftingaþjálfara í World Class. Hann segir að róðravélin sé afar góð alhliða hreyfing og keyri upp púlsinn. Hann mælir með því að fólk taki 500 metrana fimm sinnum í röð og planki jafnvel á milli.

Það skiptir máli að komast 500 metra á sem skemmstum tíma og sagði Underwood frá því í sjónvarpsþættinum að hann tæki þá á 1.39 mínútum.

Þar sem Jón Gnarr er að fara að kveðja borgina varð ég að spyrja hann aðeins út í róðravélina.

Hvers vegna varstu með róðrarvél á skrifstofunni? „Þetta er flott vél.“

Var hún mikið notuð? „Já, mjög mikið. Aðallega í huganum.“

Hvað kanntu að meta við róðrarvélina. „Notkunin á vatni. Það er svo róandi að heyra svona skvamp. Kannski minnir það mann á æskuna.“

Er nauðsynlegt fyrir pólitíkusa að róa? „Já, þeir fiska sem róa.“

Frank Underwood réri eins og brjálæðingur.
Frank Underwood réri eins og brjálæðingur. mbl.is/Marta María
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál