Með meiri kynhvöt á breytingaskeiðinu

Því er oft haldið fram að þegar konur eru á …
Því er oft haldið fram að þegar konur eru á breytingaskeiðinu séu það fystu merki um minnkandi kynhvöt. Ljós­mynd/Wiki­pedia Comm­ons

Því er oft haldið fram að þegar konur eru á breytingaskeiðinu séu það fyrstu merki um minnkandi kynhvöt.

Niðurstöður nýrrar rannsóknar hefur hins vegar leitt í ljós að tvær af hverjum fimm konum sem eru á breytingaskeiðinu eru annaðhvort með meiri kynhvöt eða alveg jafn mikla kynhvöt og áður en þær byrjuðu á breytingaskeiðinu.

Auk þess vildi ein kona af hverjum fimm meina að þær skemmtu sér betur á þessu skeiði lífsins en er þær voru á þrítugsaldrinum, og jafn margar konur sögðu að þær sæju fyrir sér lífið með jafnvel nýjum maka.

Þrátt fyrir að tvær af hverjum þremur konum sögðu að þeim fyndist breytingaskeiðið ekki lengur vera umræðuefni sem ætti að forðast, sögðu 42 prósent af þeim 500 konum sem tóku þátt í rannsókninni, að þeim fyndist þær ekki mæta skilningi frá öðrum.

Samkvæmt heimildum Daily Mail sögðu næstum níu af hverjum tíu konum, eða 88 prósent að þær fengu ekki stuðning í vinnu sinni.

Fleiri en tvær konur af hverjum fimm, eða 42 prósent sögðust stunda jafn mikið kynlíf og áður en þær fóru á breytingaskeiðið.

Ein af hverjum tíu sögðust skemmta sér betur en er þær voru á þrítugsaldrinum, en aðeins ein af hverjum þremur konum sögðust fá stuðning frá fjölskyldum sínum.

Hin almenna kona fer á breytingaskeiðið er hún er 51 árs, þrátt fyrir að það gerist stundum fyrr og stundum seinna hjá sumum konum.

Rannsóknin  var framkvæmd af OnePoll fyrirtækinu fyrir hönd Stratum C, sem er snyrtivöruframleiðandi sem sérhæfir sig í snyrti- og húðvörum fyrir konur á breytingaskeiðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál