Sölvi fastar í fimm daga

Sölvi Tryggvason.
Sölvi Tryggvason. mbl.is/Árni Sæberg
Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason tekur nú þátt í fimm daga föstu. Hann hefur nokkrum sinnum gert þetta áður en aldrei svona lengi. En hvers vegna er hann að þessu?
„Ég er að fasta vegna þess að mér finnst nauðsynlegt að gefa líkamanum frið til að hreinsa sig með reglulegu millibili og veit hvaða áhrif það hefur á andlega og líkamlega líðan. Ég hef nokkuð oft tekið tímabil þar sem ég hef borðað mjög hreina fæðu, en aðeins tvisvar sinnum hef ég beinlínis fastað áður og þá bara í þrjá daga í senn. Í bæði skiptin tók ég þetta dálítið hart og tók inn mjög litla næringu. Áhrifin voru í bæði skiptin mögnuð. Núna er ég að gera þetta ásamt nokkrum öðrum og hugmyndin er að gera þetta dálítið lengur og ná að hafa föstuna sem eins konar „kick-start“ að alvöru lífsstílsbreytingu. Heilsa og heilsutengd mál hafa um árabil verið eitt aðaláhugamál mitt og ég hef kynnt mér flest sem snýr að næringu mjög vel. Það er bláköld staðreynd að gríðarlega stór hluti þeirrar fæðu sem meðalmaðurinn borðar er stútfullur af aukefnum og drasli sem líkaminn á fullt í fangi með að losa sig við. Það hvað við látum ofan í okkur er algjör hornsteinn að allri líðan okkar og þess vegna nokkuð sem við eigum öll að skoða vel og vandlega að mínu mati,“ segir Sölvi sem er á safaföstu og safann kaupir hann tilbúinn að hluta til af aðilum sem hann treystir. Auk þess gerir hann einnig safa sjálfur meðan á þessu stendur. 
„Ég hef prófað ýmislegt í næringu á síðustu árum. Með því að prófa hluti á eigin líkama kemst ég að því hvað hentar mér og hvað ekki. Í leiðinni er maður að reyna á sjálfan sig og beita sig sjálfsaga, sem er hollt og gott af og til. Á endanum er það mikilvægasta svo að finna gott jafnvægi.“
Hvað er að frétta af þér fyrir utan föstuna?

„Ég hef lokið vinnu minni fyrir Skjá Einn og síðasta þáttaserían af Málinu verður á dagskrá í ágúst og september. Þessa dagana er ég að skoða hvað ég mun gera næst og það eru allar dyr opnar í þeim efnum.“
Sölvi Tryggvason.
Sölvi Tryggvason. Ljósmynd/Úr einkasafni
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál