13 leiðir til betra lífs

Vertu ánægðari með sjálfa/n þig.
Vertu ánægðari með sjálfa/n þig. Ljósmynd/Pixabay

Sjálfshjálp er ekki bara fyrir þá sem eiga í erfiðleikum í lífinu heldur er hún góð fyrir hvern og einn sem langar að lifa betra lífi. Ef þú vinnur í sjálfum þér ertu að gera bestu fjárfestingu lífs þíns og munt ekki sjá eftir því.

Mind Body Green nefnir nokkur mikilvæg atriði um hvernig auðvelt sé að styrkja sjálfan sig.

1. Ekki taka of margar sjálfsmyndir. Þú þarft ekki samþykki annarra og sífellda hvatningu frá öðrum til að finnast þú góð/ur. Hamingja þín er í þínum höndum en ekki annarra og þess vegna munu athugasemdir annarra og athygli frá öðru fólki ekki veita þér sanna hamingju.

2. Ekki sækja í athygli á Facebook. Hefurðu einhvern tímann spurt sjálfa/n þig hvers vegna þú deilir einhverju á Facebook? Ef það er fyrir athygli ertu líklega að gera það af röngum ástæðum. Hamingjusömustu pörin þurfa ekki staðfestingu á að samband þeirra sé frábært í gegnum samfélagsmiðla. Frekar fá þau þessa staðfestingu þegar þau eru tvö ein saman.

3. Þú getur vel verið ein/n. Elskaðu tímann sem þú hefur með sjálfri/um þér og ekki láta þér leiðast. Finndu þér áhugamál eða eitthvað að gera og kynnstu sjálfri/um þér.

4. Þú þarft ekki að vera alltaf upptekin/n. Þegar við höfum mikið að gera og höfum skipulagt margt fyrir framtíðina líður okkur vel en þú þarft ekki að segja já við öllu. Eyddu tíma þínum í það fólk sem virkilega gleður þig og lætur þér líða vel og eyddu tíma í sjálfan þig.

5. Ekki vera smásmuguleg/ur. Ekki nöldra eða væla yfir minnstu hlutum, það fælir aðeins fólk frá þér og þú eyðir óþarfa orku.

6. Ekki hafa of miklar áhyggjur af öðrum. Leitaðu inn á við og reyndu að kljást við eigin vandamál og það sem er að angra þig. Ekki hugsa of mikið um hvað aðrir eru að gera eða hver viðbrögð annarra verða við því sem þú gerir.

7. Ekki vera sambandsháð/ur. Eyddu tíma með sjálfri/um þér og leyfðu þér að njóta þess. Ekki fara í eitt sambandið á eftir öðru ef þér finnst þú ekki geta verið ein/n með sjálfri/um þér.

8. Lærðu að meta stöðug sambönd.  Hugsanlega hefurðu reynslu af dramatískum samböndum og verið sundur og saman með einhverjum en þess konar sambönd endast oftast ekki lengi. Ef þið eruð mikið sundur og saman eru líkur á að þið séuð ekki á sama stað í lífinu og ættuð helst að halda hvort sína leið.

9. Passaðu að hafa þráðinn ekki of stuttan. Ekki fara í vörn þó að einhver segi eitthvað rangt eða eitthvað sem þér líkar illa við. Ekki svara ásökunum annarra og vertu sátt/ur í eigin skinni.

10. Ekki sætta þig við að vera í eitruðum samböndum. Í stað þess að halda áfram að vera í sambandi sem fer illa með þig skaltu hætta því og finna gott fólk til að eyða tíma þínum í frekar. Enginn á skilið að vera í slæmu sambandi eða eiga í vinasambandi sem er skaðlegt fyrir eigin andlega heilsu. Ef þú heldur stöðugt áfram að vera í slæmu sambandi þýðir það að þú metur sjálfa/n þig ekki nógu mikið að verðleikum.

11. Elskaðu þig alla/n. Ekki elska bara hluta af þér heldur elskaðu þig alla/n. Líkamleg heilsa er jafn mikilvæg og andleg heilsa þannig að hugaðu að hvoru tveggja. Hamingja kemur að hluta til frá því að líða vel í eigin skinni.

12. Ekki leyfa gremju að vaxa. Ef þú horfir stöðugt til fortíðar með eftirsjá situr ekkert eftir nema gremja. Það er auðveldara að vera þakklátur fyrir það sem maður hefur og stjórna eigin lífi. Annaðhvort ert þú fórnarlamb eða þú getur verið þakklátur fyrir að þínar aðstæður í fortíðinni gerðu þig að þeirri manneskju sem þú ert í dag.

13. Ekki hafa of miklar áhyggjur af því hvað öðrum finnst. Taktu afleiðingum gjörða og orða þinna sama hvaða viðbrögð þú færð frá fólki. Ekki vera stöðugt hrædd/ur um viðbrögð annarra eða hvað öðrum finnst um þig. Það er ekki hægt að gera öllum til geðs og fólk mun alltaf tala en það skiptir ekki máli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál