Mataræði fyrir fullkomna húð

Pixabay

Mataræði skiptir miklu máli þegar kemur að útliti húðarinnar en húðin er stærsta líffæri líkamans. Heilbrigt mataræði gerir húðina mýkri, gefur henni fallegri áferð, þú færð sjaldnar bólur og roða og hreinlega ljómar af fegurð ef þú borðar mat sem er góður fyrir húðina.

Vefsíðan Amerikanki nefnir 10 fæðutegundir sem eru frábærar fyrir húðina.

1. Rauð paprika. Rauð paprika er bragðmikið grænmeti sem hægt er að borða hrátt eða eldað. Ein rauð paprika inniheldur meira en 100% af ráðlögðum dagskammti af C vítamíni. Einnig inniheldur hún mikið af B6 vítamínum og er rík af karótíni sem fyrirbyggja hrukkumyndun og auka blóðflæði húðarinnar sem gerir hana unglegri. Rauð paprika er einnig góð fyrir þá sem eru gjarnir að fá bólur. Ein paprika inniheldur um 30 kalóríur en er mjög seðjandi. Sniðugt er að geyma niðurskorna papriku í ísskápnum svo maður hafi alltaf eitthvað hollt til að grípa í, sérstaklega þegar þú færð löngun í eitthvað óhollt. Rauð paprika mun halda þér saddri/söddum lengur þrátt fyrir að vera kalóríulítil og húð þín mun verða mun fallegri.

2. Dökkt súkkulaði. Dökkt súkkulaði er sneisafullt af andoxunarefnum og fitusýrum sem gera húðinni ljóma. Andoxunarefnin í dökka súkkulaðinu munu hjálpa til við að minnka grófleika húðarinnar og vernda hana gegn sólarskaða. Kakó víkkar einnig æðarnar sem eykur blóðflæði sem gerir húðina heilbrigðari. Sniðugt er að nota kakóduft eða hrátt kakóduft en í því er minni fita en í súkkulaðistykkjum. Ef þú ert hrifin/n af dökku súkkulaði geturðu fengið þér einn mola á hverjum degi og vertu viss um að súkkulaðið innihaldi 80% eða meira kakó til að forðast mjólk og viðbættan sykur sem finna má í öðrum súkkulaðistykkjum.

3.Lax. Lax er frábær fæða gegn stressi, kvíða og þunglyndi en hann gefur okkur einnig D vítamín en það heldur hjarta okkar, beinum, heila og ristli heilbrigðum. Einnig er lax góður til að fyrirbyggja ristilskrabbamein, kvíða, hjartasjúkdóma, þunglyndi og beinsjúkdóma. Lax er ríkur af omega 3 fitusýrum sem eru góðar gegn bólgum, fyrirbyggja hrukkumyndun og koma í veg fyrir bólur. Omega 3 fitusýrur gefa húðinni einnig raka og heldur hárinu heilbrigðu.

4.Kókosolía. Kókosolía er ein hollasta mettaða fitutegund sem til er en í henni má finna sýrur sem hjálpa líkamanum að berjast gegn bakteríum og vírusum, sýkingum, bólgum og bólum. Kókosolía er einnig rík af nauðsynlegum fitusýrym og E vítamíni sem halda húðinni rakri, mjúkri og hrukkulausri. Kókosolíu er bæði hægt að bera á húðina og innbyrða. Hún er góð fyrir skjaldkirtilinn og hjálpar til við þyngdarlosun.

5. Grænt Te. Te laufin koma frá plöntu og er grænt te fullt af andoxunarefnum, einstökum amínósýrum og L theaníni sem hjálpar líkamanum að róast og losar um stress. Þegar græna te-ið er heitt losna kristölluð efni sem kallast catechins út í vatnið, en það eru andoxunarefni sem sýnt hefur verið fram á að séu bólgueyðandi og fyrirbyggjandi fyrir krabbamein. Grænt te getur einnig minnkað líkurnar á háum blóðþrýstingi. Drekktu þrjá bolla á dag á hverjum degi til að sjá betri árangur.

6. Spínat. Spínat er holl og næringarrík fæða sem ætti að vera í þínu daglega mataræði en í því er meðal annars mikið af járni, E vítamíni, magnesíumi, A vítamíni, C vítamíni og margt fleira. Spínat inniheldur mikið af andoxunarefnum sem hjálpa til við alls konar húðvandamál. Bættu því í daglegt mataræði þitt og athugaðu árangurinn.

7. Fræ. Chia fræ, hemp fræ, sólblómafræ, graskersfræ og hör fræ eru öll góð fyrir húðina. Graskersfræ og sólblómafræ eru bæði mjög rík af seleníumi, E vítamíni, magnesíumi og próteinum en prótein og seleníum er fyrirbyggjandi fyrir hrukkumyndun, E vítamínið heldur raka í húðinni og magnesíum minnkar stress. Hollar omega 3 fitusýrurnar í hörfræjum, chia fræjum og hemp fræjum eru einnig góðar til að fyrirbyggja hrukkur og bólur. Stráðu fræjum yfir salatið eða hafragrautinn og njóttu bragðsins. Einnig er hægt að strá fræjum yfir jógúrt eða þeytinga.

8. Sellerí. Í sellerí er mikið af K vítamíni en það heldur blóðflæðinu heilbrigðu og heldur blóðþrýstingnum niðri sem getur minnkað stress en stress getur ollið slæmri húð, mígreni og jafnvel krabbameini. Í sellerí má einnig finna náttúrulegt sódíum, pótassíum og vatn og kemur í veg fyrir vökvaskort. Vökvaskortur kemur fram í húðinni en við hann verður hún þurr, flagnar, við fáum hrukkur og útbrot.

9. Papaja. Papaja er góður ávöxtur sem inniheldur lítið af kalóríum og inniheldur ekkert kólesteról þannig að papaja er gott fyrir þá sem eru að reyna að létta sig. Papaja inniheldur lítið af frúktósa og er gott fyrir meltinguna. Í ávextinum er mikið af andoxunarefnum , C vítamíni, E vítamíni og beta karótíni sem hjálpa við að minnka bólgur og bólur. C vítamínið hjálpar einnig við að vernda húðina gegn skemmdun af völdum sólarljóss.

10. Gulrætur. Gulrætur eru góðar fyrir augun, húðina og sérstaklega góð gegn útbrotum. Í gulrótum má finna mikið af A vítamíni sem kemur í veg fyrir fjölgun krabbameinsfrumna í húðinni. Vertu með litlar gulrætur við hönd þar sem gott er að grípa í smá gulrætur snarl.

Vertu viss um að borða ekki rusl fæði, ekki of mikinn sykur, trans fitur né unnin kolvetni svo að húðin haldist í sem bestu formi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál