Ætlar að vera undir „klukkara“

Unnur Ösp Stefánsdóttir og eiginmaður hennar, Björn Thors, eftir Reykjavíkurmaraþonið …
Unnur Ösp Stefánsdóttir og eiginmaður hennar, Björn Thors, eftir Reykjavíkurmaraþonið í fyrra.

Hvers vegna ætlar þú að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu? À síðastliðnum vikum hafa á fimmta hundrað börn látið lífið og þrjú þúsund særst í skelfilegum átökum á Gaza. Ástandið í Írak og Suður-Súdan er sömuleiðis hræðilegt. Eftir að hafa horft á fréttir kvöld eftir kvöld skelfingu lostin gat ég ekki annað en skráð mig í Reykjavíkurmaraþonið og safnað peningum fyrir UN Women. UN Women leggja áherslu á virka þátttöku kvenna í uppbyggingu eftir stríðsátök. Með atvinnusköpun og valdeflingu kvenna tryggjum við að konur verði virkari í friðarumræðum á öllum ofantöldum stöðum og þannig breytum við hryllilegu ástandi. Eins felst starf UN Women í því að styrkja konur um allan heim á stríðshrjáðum svæðum og í fátækustu ríkjunum, saman breytum við heiminum í friðsælli stað. Sem stoltur en afar sorgmæddur verndari UN Women tek ég sprettinn á laugardaginn.

Ertu búin að æfa þig lengi? Ég hef smám saman lengt sprettinn og er farin að hlaupa 6 km núna. Ætla að vera dugleg í vikunni, síðasti séns á að koma sér í nógu gott form.

Hvað ætlar þú langt og á hvaða tíma? 10 km og stefni á undir klukkara. Þetta er í fjórða sinn sem ég hleyp. Fyrst fannst mér nóg að stefna bara að því að klára hlaupið. Ári seinna var ég 70 mín og labbaði ekkert (sem var markmið útaf fyrir sig) og í fyrra var ég 60 mín. Þarf maður ekki að bæta sig með hverju árinu?

Hver er uppáhaldshlaupahringurinn þinn og hvers vegna? Hleyp um Þingholtin, í Öskjuhlíð, um Miklatún, við sjóinn, um Vesturbæinn og víðar. Helst alltaf ný leið. Kannski ekki mjög pró en afar skemmtilegt. Sérstaklega í fallegri kvöldsólinni í dásamlegu veðri undanfarinna daga.

Ef þú ættir eina ósk, hvers myndir þú óska þér? Ég segi bara eins og Lennon: „All we are saying is give peace a change“. 

HÉR getur þú heitið á Unni Ösp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál