Sjö ástæður til að gúffa í sig chia fræjum

Ljósmynd/Pixabay

Löngu áður en Chia fræ urðu vinsæla á okkar dögum notuðu Aztekar og Mayar fræin í sínu daglega mataræði ásamt korni og baunum.

Chia var orð Maya fyrir styrk en þeir gerðu sér vel grein fyrir mikilvægi og hollustu fræjanna.

Mayar voru vanir því að mylja Chia fræin í hveiti, pressa þau í olíu og drekka það með vatni. Þeir töldu fræin búa yfir galdramætti vegna þess hversu orkumikil fræin reyndust en þau voru meðal annars talin bæta þol og orku til langstíma litið.

Þegar Spánverjar tóku yfir Suður Ameríku bönnuðu þeir ræktun Chia fræja en það er ekki fyrr en nýlega sem fræin urðu aftur vinsæl.

Rannsakendur hafa nú komist að leyndum kostum þessarar ofurfæðu en hér eru sjö ástæður fyrir því hvers vegna þú ættir að bæta Chia fræjum í þitt mataræði.

1. Chia fræ eru full af trefjum. Ráðlagður dagskammtur af trefjum er 20 til 35 grömm á dag en flest fólk borðar aðeins helminginn af því. Chia fræ innihalda allt að 50% af ráðlögðum dagskammti en þau innihalda 11 grömm af trefjum í hverjum 30 grömmum. Trefjar eru nauðsynlegir fyrir góða heilsu og sérstaklega góðir fyrir meltingu og til að léttast.

2. Þú verður saddari fyrr. Fræin stækka í maganum en það lætur þér líða eins og þú sért saddari fyrr. Chia fræ geta þannig hjálpað til ef þú vilt minnka kalóríufjöldann í mataræðinu en samt verða saddur/södd.

3. Omega 3 sýrur. Vertu viss um að þú fáir nóg af omega 3 fitusýrum en Chia fræ eru full af omega 3 fitusýrum og innihalda jafnvel meira af omega 3 sýrum en finna má í laxi. Omega 3 fitusýrur eru meðal annars nauðsynlegar fyrir heilbrigða heilastarfsemi en í 30 grömmum af Chia fræjum má finna fimm grömm af omega 3 fitusýrum.

4. Styrktu beinin. 30 grömm af Chia fræjum inniheldur 18% af ráðlögðum dagskammti af kalsíni. Þannig geta chia fræ hjálpað við að halda beinum og tönnum sterkum og heilbrigðum.

5. Hugaðu að hjartanu. Rannsóknir sýna að inntaka Chia fræja stuðlar að jafnari blóðþrýsting og getur aukið magn heilbrigðs kólesteróls og minnkað magn slæms kólesteróls í blóðinu. Innihaldsefnin í Chia fræjunum halda einnig hjartanu heilbrigðu.

6. Fáðu nóg af fosfór. Líkaminn nýtir fosfór til að mynda prótein og laga frumur og vefi en Chia fræ innihalda 27% af ráðlögðum dagskammti fosfórs.

7. Chia fræ bæta skapið. Tryptófan er amínósýra sem finna má í Chia fræjum en Tryptófan lætur okkur líða eins og við séum syfjuð og hjálpar okkur að halda matarlystinni í góðu jafnvægi, hjálpar okkur að sofa betur og bætir skapið.

Heimilid: Mind Body Green

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál