Ekki deyja úr leiðindum á hlaupabrettinu

Ljósmynd/Pixabay

Finnst þér hryllilega leiðinlegt að hita upp á hlaupabrettinu áður en þú tekur á því í ræktinni? Hér eru nokkrar leiðir sem skapa tilbreytingu á hlaupabrettinu og gera æfingarnar skemmtilegri og jafnvel nytsamlegri. 

Hækkaðu hlaupabrettið. Ef þú notast við hækkunina í hlaupabrettinu styrkirðu hásinarnar og rassvöðvana auk þess sem þú ert að breyta æfingu sem þú gerir dagsdaglega eða með reglulegu millibili, sem gerir það að verkum að þú færð meira út úr æfingunni. Prufaðu að hækka hlaupabrettið fyrst upp í 5% halla í þrjár mínútur og ganga eða skokka og minnkaðu svo hallann niður í 1% í tvær mínútur. Endurtaktu þetta sex sinnum.

30-60-90-60-30. Þessi æfing er þannig að þú sprettur í 30 sekúndur og skokkar svo í 30 sekúndur, sprettur í 60 sekúndur og skokkar í 60 sekúndur, sprettur í 90 sekúndur og skokkar í 90 mínútur. Inn á milli er tilvalið að ganga í tvær mínútur og endurtaka svo leikinn.

Erfiða tvennan. Hlauptu á miklum hraða í tvær mínútur og gakktu svo rólega í tvær mínútur. Endurtaktu æfinguna sex sinnum en auktu hraðann örlítið inn á milli í hvert skipti.

Taktur. Þessi æfing er góð fyrir þá sem eru að æfa fyrir maraþon eða hlaup en æfingin er þannig að þú hleypur 70% lengdarinnar á þeim hraða sem þú ætlar að hlaupa á í maraþoninu. Ef þú ætlar að hlaupa 10 kílómetra maraþon er gott að hlaupa sjö kílómetra á þeim hraða sem þú vilt hlaupa á. Þú getur sprett í byrjun, í miðju hlaupi eða við enda æfingarinnar en passaðu að þú sért að hlaupa á þeim hraða sem þú vilt ná í maraþoninu.

Minnkandi hraði. Þessi æfing er þannig að þú hleypur á miklum hraða í sex mínútur, gengur í þrjár mínútur, hleypur á miklum hraða í fimm mínútur, gengur í tvær og hálfa mínútu, hleypur í fjórar mínútur, gengur í tvær mínútur, hleypur í þrjár mínútur og gengur í eina og hálfa mínútu, hleypur í tvær mínútur, gengur í eina mínútu, hleypur í eina mínútu og gengur í 30 sekúndur og gengur að lokum rólega í tvær mínútur.

Heimild: Mind Body Green

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál