Hreinsaðu nýrun og tilfinningalífið

Guðrún Bergmann.
Guðrún Bergmann. Ljósmynd/Cenk Unver

„Ég er ein af þeim heppnu sem eiga ennþá eintak af bók Louise L. Hay, Hjálpaðu sjálfum þér. Bókin er ein af þessum sjálfshjálparbókum sem virðast endalaust halda gildi sínu. Því miður hefur hún verið ófáanleg í mörg ár á íslensku, en á frummálinu heitir hún You Can Heal Your Life. Aftast í bókinni er að finna kafla sem heitir Listinn. Þar tengir Louise saman mismunandi líffæri og heilsufarsástand við tilfinningar okkar. Hún segir til dæmis nýrnavanda tengjast gagnrýni, vonbrigðum, uppgjöf, mistökum, hirðuleysi um sjálfið, kvíða og barnalegum viðbrögðum. Nýrnabólga tengist að hennar mati ofurviðbrögðum við vonbrigðum og mistökum,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli á Smartlandi Mörtu Maríu. 

„Staðfestingar sem nota á til að heila nýrun eru meðal annars: „Allt er rétt sem á sér stað í lífi mínu. Ég losa um hið gamla og fagna hinu nýja. Allt er gott.“

En hvort sem við heilum nýrun með því að vinna úr tilfinningum okkar eða ekki, þá er líklegt að salt og ýmis eiturefni úr blóðinu safnist upp í nýrunum, en það er einmitt eitt af hlutverkum nýrnanna að sía blóðið. Hér er einföld leið til að hreinsa nýrun.

Taktu ½ búnt af ferskri steinselju eða heilt búnt af ferskum kóríander (cilantro) og þvoðu. Ég nota búnt eins og er í íslensku kryddjurtapökkunum. Skerðu jurtirnar í litla bita og settu í pott. Ef þú notar kóríander seturðu það í ca 1,5 lítra af vatni. Ef þú notar steinselju setur þú það í ca ½ lítra af vatni. Það er vegna þess að steinseljan er öflugri og það þarf minna af henni en af kóríandernum.

Láttu jurtirnar sjóða í tíu mínútur. Taktu pottinn af hellunni og láttu vökvann kólna aðeins. Sigtaðu svo vökvann og settu hann í hreinar flöskur. Settu flöskurnar í ísskáp til að kólna.

  • Drekka má eitt glas, um 2-2,5 dl, á dag ef soðinn er kóríander.
  • Drekka má 1/3 dl ef soðin er steinselja, því hún er mun öflugri.

Þú munt taka eftir því að líkaminn losar sig við salt og önnur uppsöfnuð eiturefni úr nýrunum í gegnum þvagið og lyktin af því verður sterkari. Einn skammtur af svona jurtaseyði á að duga til að hreinsa nýrun, en svo má endurtaka hreinsunina aftur eftir einhvern tíma.“

Sjá heimildir HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál