Kostir kókoshnetunnar

Kókoshnetan er kölluð ofurfæði.
Kókoshnetan er kölluð ofurfæði. Kristinn Ingvarsson

Kókosvatn, kókosmjólk, kókosjógúrt, kókossykur, kókosolía og svona mætti lengi telja áfram.  Afurðir kókoshnetunnar hafa náð auknum vinsældum á undanförnum árum eftir að næringarfræðingar byrjuðu að tala um ávinninga hennar í auknum mæli og hófu að kalla hana ofurfæði.

Þá hafa snyrtivörur sem innihalda kókoshnetu einnig náð auknum vinsældum

Næringarfræðingurinn Sophie Classens deildi nýverið með lesendum Mail Online skoðunum sínum á ýmsum afurðum kókoshnetunnar.

Kókosvatn: Vatnið sem kemur úr kókoshnetunni inniheldur minni sykur en venjulegur ávaxtasafi en meira af steinefnum. Kókosvatnið er tilvalið að drekka eftir létta líkamsræktaræfingu. Vatn er ávallt besti kosturinn gegn þorsta en kókosvatn er fínt að drekka af og til að mati Classens.  

Kókosolía: Kókosolían hefur orðið sífellt vinsælli á seinni árum. Hún er auðfengin og hana er hægt að nota á ýmsa vegu, til dæmis í bakstur eða til steikingar. Kókosolíunni svipar til smjörs en hún er mun hollari.

Kókossykur: Classens segir kókossykurinn hentar vel í bakstur líkt og hefðbundinn sykur en hann er þó töluvert hollari en sá venjulegi. Hann inniheldur vítamín og steinefni eins og kalíum, magnesíum, sink og járn en hans ber þó að neyta í hófi.

Kókosjógúrt: Kókosjógúrt er tiltölulega ný vara á markaðinum sem hentar þeim sem ekki borða mjólkurvörur. Kókosjógúrt er fitumeiri en hefðbundin jógúrt en mun meira mettandi og hentar því vel sem millimál.

Fersk kókoshneta: Kókoshneta er bragðgott snakk sem er stútfullt af vítamínum. Fersk kókoshneta er tilvalin í þeytinginn eða sem millimál en 100 g af ferskri kókoshnetu inniheldur um 50 kaloríur.

Kókoshnetan hentar vel í þeytinga.
Kókoshnetan hentar vel í þeytinga. Jim Smart
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál