Einkaþjálfari Cameron Diaz gefur góð ráð

Cameron Diaz hefur brennandi áhuga á líkamsrækt.
Cameron Diaz hefur brennandi áhuga á líkamsrækt. AFP

Cameron Diaz hefur mikinn áhuga á íþróttum og hreyfingu en það fer ekki á milli mála þar sem hún er ávallt í góðu líkamlegu formi. Þjálfarinn Teddy Bass hjálpaði Diaz  að komast í toppform en hann deildi nýverið með lesendum Womans Health Mag nokkrum skotheldum ráðum sem ættu að nýtast þeim sem ætla að taka á því í ræktinni.

Lyftu lóðum: „Það að konur eigi bara að lyfta léttum lóðum og gera margar endurtekningar til að komast í form er hinn mesti misskilningur,“ segir Bass. „Sannleikurinn er sá að það gagnast öllum að stunda styrktaræfingar með þungum lóðum og færri endurtekningum. Lyftingar auka vöðvamassa, auka framleiðslu endorfíns og losa stress,“ segir Bass sem mælir með því að fólk stundi styrktaræfingar um fjórum sinnum í viku.

Breyttu til: Ef þú vilt styrkja handleggina almennilega er nauðsynlegt að breyta reglulega til og stunda fjölbreyttar æfingar að sögn Bass. „Ef þú ert vön að gera 15-20 endurtekningar, prófaðu þá næst að nota þyngri lóð og gera tíu endurtekningar. “ 

Finndu fyrir „brunanum“: Bass veit eitt og annað um rassæfingar. Hann minnir á að til að styrkja rassinn er nauðsynlegt að finna vel fyrir rassvöðvunum þegar þú gerir rassæfingar. „Ef þú finnur ekki fyrir brunanum þá virkar æfingin ekki sem skyldi,“ segir Bass.

Stundaðu skilvirkar æfingar: Bass mælir með að fólk geri reglulega æfingar sem reyna á allan líkamann í einu, hann tekur „burpees“ og froskahopp sem dæmi. Þessar æfingar reyna bæði á stóru vöðvana og þolið á sama tíma.

Ekki sleppa brennsluæfingunum: „Þó að þú byrjir að lyfta lóðum þýðir það ekki að brennsluæfingar verði óþarfar.“ Þolæfingar eru alveg jafn mikilvægar og styrktaræfingar að sögn Bass. „Ef þú ert að reyna að léttast þá mæli ég með að stunda brennsluæfingar í 20-45 mínútur á dag, fjórum til fimm sinnum í viku,“ segir Bass.

Cameron Diaz er ekkert að grínast með þessa flottu handleggi!
Cameron Diaz er ekkert að grínast með þessa flottu handleggi! AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál