„Það þarf ekki að kosta krónu að komast í gott form“

Einkaþjálfarinn Julia Buckley heldur út vefsíðunni www.juliabuckley.co.uk. Þar má finna …
Einkaþjálfarinn Julia Buckley heldur út vefsíðunni www.juliabuckley.co.uk. Þar má finna ýmsan fróðleik um heilsu og hreyfingu. juliabuckley.co.uk

Nýverið greindum við frá því að viðtal við hina 26 ára gömlu Christinu Briggs birtist í tímaritinu Closer ekki alls fyrir löngu. Viðtalið vakti mikla athygli þar sem hún skoraði á bresk yfirvöld að hækka þær bætur sem hún þiggur frá ríkinu.

Briggs, sem vegur 158 kíló, vill fá hærri bætur vegna þess að hún hefur áhuga á að létta sig. Hún segir það hins vegar vera ómögulegt fyrir sig vegna þess að það sé svo kostnaðarsamt.

Nú hafa nokkrir sérfræðingar sem eru henni ósammála stigið fram. Einkaþjálfarinn Julia Buckley segir Briggs fara með tóma þvælu.

„Það þarf ekki að kosta krónu að komast í gott form. Og það að borða hollan mat getur svo sannarlega verið ódýrara en að kaupa skyndibita,“ sagði Buckley í viðtali við MailOnline. „Þú þarft ekki að hafa aðgang að líkamsræktarstöð eða einkaþjálfara til að hreyfa þig. Ég nota sjálf stundum ekki tæki né tól til að stunda mínar æfingar.“

Mælir með kennslumyndböndum á YouTube

Bucley mælir með að fara út að labba, skokka eða hlaupa en það er jú ókeypis. „Og ef þú hefur aðgang að interneti þá getur þú skoðað þau ótal kennslumyndbönd sem eru á YouTube.“

„Það hefur sýnt sig og sannað að það þarf ekkert að vera dýrt að borða hollan mat. Ef þú hefur efni á að kaupa skyndibita þá hefur þú svo sannarlega efni á að kaupa hollan mat. Þetta snýst bara um þær ákvarðanir sem þú tekur,“ segir Buckley og minnir á að hollur matur gefur okkur meiri orku heldur en óhollur matur þannig að við erum södd í lengri tíma.

Buckley hvetur þá fólk sem á við sama vandamál að stríða og Briggs að taka ábyrgð á heilsu sinni.

„Það er synd og skömm að fólk skuli ekki meta heilsu sína meira en þetta. Það er ómetanlegt að vera heilsuhraustur.  Ég veit það getur verið erfitt að byrja en ekki nota peningaleysi sem afsökun.“

Julia Buckley er aðeins ein af þeim sem hefur stigið fram og veitt góð ráð í kjölfar þeirra umræðu sem myndaðist vegna viðtalsins við Briggs.

„Þetta er algengur misskilningur hjá fólki, að heilsusamlegur lífstíll sé kostnaðarsamur. Raunveruleikinn er sá að með smá skipulagi og hugmyndarflugi er ódýrt að borða ferskan og hollan mat,“ sagði þjálfarinn Kelii Grauer.

Kennir lágum bótum um offituna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál