Túrmerik gegn Alzheimer's

Túrmerik er krydd sem gjarnan er notað í inderska matargerð.
Túrmerik er krydd sem gjarnan er notað í inderska matargerð.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem birtist í læknatímaritinu Stem Cell Research and Therapy getur ákveðið krydd sem indverskir réttir innihalda gjarnan hjálpað heilanum að lækna sjálfan sig. Þetta krydd heitir túrmerik.

Rannsóknin gefur til kynna að ákveðin efnasambönd í túrmerik ýti undir vöxt og uppbyggingu heilasella. Vísindamenn segja þessa uppgötvun þýða mikið fyrir þá sem eru að þróa lyf fyrir Alzheimer-sjúklinga.

Rannsóknin var gerð í Þýsalandi og voru rottur notaðar sem tilraunardýr. Rotturnar voru sprautaðar með ákveðnu efnasambandi úr túrmerik og heilar þeirra voru svo skannaðir. Þá kom í ljós að virkni í þeim hluta sem sér um að endurnýja heilasellur jókst hjá rottunum.

Þá gefa niðurstöður rannsóknarinnar til kynna að heilasellur sem hafa orðið fyrir skemmdum vegna sjúkdóma gætu þá átt auðveldara með endurnýjun með hjálp túrmerik.

Túrmerik-kryddið er búið til úr plöntu sem heitir gullinrót en gullinrót er af engiferætt. Sérfræðingar mæla þó ekki með því að fólk skipti lyfjunum sínum út fyrir túrmerik því þeir segja mikla rannsóknarvinnu vera framundan. Þessu er greint frá á heimasíðu BBC.

„Við þurfum að gera frekari rannsóknir til að skilja nákvæmlega hvernig þetta efni vinnur í sambandi við flókna sjúkdóma eins og Alzheimer‘s. Þangað til við fáum skýrar niðurstöður ætti fólk ekkert að fylla skápana af túrmerik,“ sagði læknirinn Laura Phipps.

Gullinrót kemur af engiferætt.
Gullinrót kemur af engiferætt. Valdís Þórðardóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál