Svona vinnur þú bug á flensunni

Margir fá flensu á haustin.
Margir fá flensu á haustin.

Nú þegar veðrið fer kólnandi fara ýmsar leiðinlegar flensur að gera vart við sig. En vissulega eru til ótal góð ráð sem sporna gegn því að við fáum flensu. Hér koma nokkur þeirra.

  1. Ekki láta nefið verða of kalt: „Kvef er algengara á veturna en ein kenningin er sú að þegar nefið kólnar í kalda veðrinu verður það móttækilegra fyrir sýkingum. Þess vegna er mælt með að setja hlýjan trefil yfir nefið í köldu veðri,“ segir prófessorinn Ron Eccles.

  2. Ekki taka í hendurnar á fólki: „Rannsóknir hafa sýnt fram á að handaband smitar 20 sinnum fleiri sýklum á milli fólks heldur en svo kallað fist bump (þegar fólk slær hnefunum saman). Því þéttara sem handabandið er, því fleiri sýklar smitast á milli,“ segir prófessorinn David Whitworth.

  3. Þvoðu fötin á heitari stillingu: Flensuvírus getur lifað 40° heitan þvott af þannig að ef einhver á heimilinu er með flensu þá er um að gera að þvo þvottinn á 60°.

  4. Slepptu sykrinum: Nemendur við Loma Linda-háskólann í Kaliforníu komust að því að sykur dregur út getu líkamans til að vinna bug á flensubakteríum.

  5. Sofðu í átta tíma á nóttunni: Lítill svefn hefur slæm áhrif á ónæmiskerfið og því eru þeir sem eru illa sofnir í meiri hættu að smitast af flensu en vel sofnir.

Þessi og fleiri góð ráð má finna á heimasíðu DailyMail.co.uk.

Bakteríur geta lifað lengi í þvottakörfunni.
Bakteríur geta lifað lengi í þvottakörfunni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál