Ætlar ekki að grenna sig í Meistaramánuði

Þórunn Ívarsdóttir tískubloggari ætlar að hvíla gleraugun í Meistaramánuði.
Þórunn Ívarsdóttir tískubloggari ætlar að hvíla gleraugun í Meistaramánuði.

„Ég er kannski ekki alveg sú fyrsta að skrá mig í þetta átak þar sem ég aðhyllist frekar því að vera alltaf dugleg og gera aldrei róttækarbreytingar á lífi mínu of hratt. Það er ekki vandamál hjá mér að mæta í ræktina fimm sinnum í viku eða það að drekka meira vatn enda fæ ég samviskubit þegar ég kemst ekki á æfingar og drekk örugglega of mikið vatn. Ég mæti samt ekki á æfingar með það að markmiði að grenna mig heldur líður mér svo vel eftir á. Ég sef betur á nóttunni þegar ég æfi og er í raun orkuminni þar sem ég er nú kannski þekkt fyrir að vera örlítið of orkumikil. Ég ákvað að henda niður nokkrum punktum af því sem ég ætlaði að gera í meistaramánuði en fyrst var þetta í lokuðum æfingahóp á Facebook með vinkonum mínum en ákvað að segja ykkur frá því hér líka. Ég setti mér 6 markmið og held að mér takist bara auðveldlega að standa við þau öll þó að þau séu mis alvarleg,“ segir Þórunn Ívarsdóttir tískubloggari.

Hér fyrir neðan er listi yfir þau sex atriði sem hún ætlar að bæta í Meistaramánuðinum:

1. Fyrst og fremst ætla ég að taka sjálfa mig í sátt án gleraugna. Þetta er
auðvitað smá sjokk að vera án stærsta karakterseinkennisins míns og hef ég í
raun aldrei séð sjálfa mig í réttu ljósi án gleraugnanna. Mér finnst nefnilega
alveg jafn skrítið og þér að sjá mig án þeirra og bregður í hvert
skipti sem ég geng fram hjá spegli.

2. Eftir að ég byrjaði á „histamín fríu” matarræði hef ég verið að leita
mikið í brauðmeti þar sem það fer ekki illa í mig því oft finnst mér ég vera
algjörlega uppiskroppa með hugmyndir af því sem ég eigi að borða.
Því ætla ég að reyna mitt besta að taka það allt út og halda því svo áfram.

3. Ég finn að mér líður betur þegar ég drekk næringarríkan grænan safa einu
sinni á dag og ætla ég að halda því áfram allan mánuðinn og koma því í vana minn.

4. Ég ætla að lofa sjálfri mér að gera bakæfingar á æfingum og gera
einu sinni í viku. Finnst það leiðinlegasti líkamsparturinn en sé strax árangur
eftir að hafa gert það í þrjár vikur núna og held því ótrauð áfram og
verð því jafn mössuð og Ragga Nagli í lok október (já okay ekki alveg!).

5. Ég ætla að vera dugleg að læra, blogga og vinna og halda ótrauð áfram í
verkefnum lífsins þó þau séu mörg. Því ég veit að ég er fær um að leysa öll
heimsins verkefni þó að ég trúi ekki alltaf á sjálfa mig. Því er eitt stærsta
markmiðið í þessum mánuði að hafa meiri trú á sjálfri mér.

6. Ég ætla að vera duglegri að vera ekki ofan í tölvunni öll kvöld og eyða frekar
dýrmætum tíma með kærastanum þegar ég er ekki að vinna eða læra.
Þar sem hann er eitt það besta við lífið!

Þórunn Inga Ingjaldsdóttir og Þórunn Ívarsdóttir.
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir og Þórunn Ívarsdóttir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál