Það sem veldur fituuppsöfnun á maganum

Mörgum finnst erfiðast að losna við fitu sem safnast fyrir …
Mörgum finnst erfiðast að losna við fitu sem safnast fyrir á magasvæðinu.

Seinustu aukakílóin hanga yfirleitt á magasvæðinu og þau getur verið erfitt að losna við, þetta kannast margir við. Hér koma fimm atriði, í boði Lifespan, sem valda fituuppsöfnun á maganum, þessi atriði er vert að skoða og forðast.

1. Sætir gosdrykkir

Rannsóknir hafa sýnt fram á að mittismálið stækkar um fimm sinnum hraðar hjá þeim sem drekka kolsýrða drykki reglulega heldur en hjá þeim sem drekka sjaldan eða aldrei gosdrykki. Ástæðan er talin vera sykurmagnið sem er gjarnan í kolsýrðum drykkjum en sykurinn ýtir undir frekari löngun í óhollan mat.

2. Of stórir matardiskar

Þetta segir sig sjálft. Fólk á það til að kúffylla matardiskinn sinn hvort sem hann er stór eða lítill. Svo höfum við tilhneigingu til að klára allt af disknum og átta okkur á því eftir á að við erum orðin allt of södd. Prófaðu að nota lítinn matardisk næst þegar þú ferð t.d. á hlaðborð, þannig kemur þú í veg fyrir að fá þér of stóran skammt.

3. Að borða seint á kvöldin

Líkaminn brennir vissulega nokkrum kaloríum á meðan við sofum en hann á erfitt með að brenna þegar maginn er stútfullur af mat. Vendu þig á að borða ekkert um þrem klukkustundum fyrir svefninn.

4. Að borða þegar þú ert í uppnámi

Það eru margir sem leita huggunar í mat en það er aldrei góð hugmynd. Fólk sem borðar þegar þeim líður illa finnst það vera í vítahring, það að borða heilan ostborgara og franskar er ekki að fara að láta okkur líða betur heldur einfaldlega verr. Farðu frekar í göngutúr eða hringdu í góðan vin til að dreifa huganum.

5. Of lítill svefn

Sérfræðingar mæla með að fullorðnir nái sjö til átta tíma svefn á hverri nóttu. Það er ýmislegt sem gerist í líkamanum þegar við erum svefnvana, til dæmis eykst framleiðsla stresshormóna sem veldur því gjarnan að okkur fer að langa í sætindi og óhollan mat.

Gosdrykkir innihalda gjarnan mikið magn sykurs.
Gosdrykkir innihalda gjarnan mikið magn sykurs.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál