Svona má nota æfingateygju hvar sem er

Einföld æfingateygja getur komið að góðum notum þegar maður kemst …
Einföld æfingateygja getur komið að góðum notum þegar maður kemst ekki í ræktina.

Leikkonan Maria Menounos er alltaf í góðu líkamlegu formi en hefur hún brennandi áhuga á heilsu og líkamsrækt. Menounos er hraust og sterkbyggð enda finnur hún sér alltaf tíma til að gera æfingarnar sínar.

Menounos segir æfingarteygjur koma að góðum notum þegar hún er í tímaþröng og neyðist til að gera æfingar heima við. „Þú getur geymt æfingateygju í töskunni þinni eða í skrifborðsskúffunni.“

Hérna eru nokkrar æfingar sem Menounos gerir með æfingateygju þegar hún er á harðferð. Þessar æfingar og fleiri góð ráð má finna í bók hennar EveryGirl’s Guide to Diet and Fitness.

Settu teygjuna utan um lærin á þér og stattu með …
Settu teygjuna utan um lærin á þér og stattu með axlabreidd á milli fótanna. Taktu eitt skref til vinstri og gerðu djúpa hnébeygju. Stígðu með hægri fætinum að þeim vinstri þannig að fæturnir eru komnir aftur í upprunalega stöðu, réttu úr hnjánum. Endurtaktu leikinn en í þetta sinn stígur þú til hægri. Gerðu um 20 endurtekningar shape.com
Sittu á gólfinu með fæturna fyrir framan þig og hafði …
Sittu á gólfinu með fæturna fyrir framan þig og hafði hnén beygð. Kræktu æfingarteygjunni utan um fæturna og haltu á móti. Hafðu handleggina beina. Á meðan fæturnir eru á sínum stað, dragðu teygjuna að brjóstkassanum. Haltu í eina sekúndu og réttu aftur úr höndunum. Gerðu um 20 endurtekningar. shape.com
Stattu bein í baki og haltu teygjunni strekktri fyrir ofan …
Stattu bein í baki og haltu teygjunni strekktri fyrir ofan höfuð. Spenntu magavöðvana og strekktu meira á teygjunni á sama tíma og þú færir hendurnar að brjóstkassanum. Gerðu um 20 endurtekningar shape.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál