Þessi unga kona framleiðir ekkert rusl

Lauren Singer heldur úti blogginu www.TrashIsForTossers.com.
Lauren Singer heldur úti blogginu www.TrashIsForTossers.com. Skjáskot Trashisfortossers.com/

Lauren Singer er 23 ára gömul og býr í New York. Hún segist ekki hafa framleitt neitt rusl í nokkur ár. Það er erfitt að hennar sögn en alveg þess virði. 

„Ég veit hvað þið hugsið. Þessi stelpa hlýtur að vera algjör hippi. Eða lygari. Eða hún er ekki raunveruleg,“ segir Lauren í pistli sínum sem birtist á heimasíðu Mind Body Green. En hún segist lofa því að hún sé að segja sannleikann.

Lauren kveðst ekki alltaf hafa lifað þessum lífstíl sem sumir kalla „zero waste“-lífstíl. „Ég byrjaði að gera breytingar fyrir þremur árum. Ég varð mjög meðvituð um umhverfi mitt,“ segir Lauren sem lærði umhverfisfræði í háskóla.

Fékk áfall þegar hún leit í ísskápinn

Lauren kveðst hafa vaknað til vitundar þegar hún sá annan nemanda koma dag eftir dag með nesti í skólann. Þetta nesti var í miklum umbúðum sem enduðu alltaf í ruslinu í lok dags. Lauren blöskraði. „Plastpoki með plasthnífapörum, plastflösku og umbúðir utan um snakk og mat,“ segir Lauren sem varð mjög reið en sagði þó ekkert.

„Einn daginn var ég í mjög miklu uppnámi. Ég fór heim og ætlaði að elda kvöldmat, ég opnaði ísskápinn og fraus. Ég áttaði mig á að allt í ísskápnum mínum var pakkað eða vafið inn í plast.“ Lauren fékk nett áfall og hugsaði með sér að hún væri hræsnari. „Ég átti að vera „græna stelpan“ en ekki „plaststelpan“.“ Á þessari stundu ákvað Lauren að útiloka allt plast.

Lauren þurfti að endurskoða líf sitt upp á nýtt. Hún leitaði upplýsinga á internetinu.

„Einn daginn rakst ég á heimasíðu sem heitir Zero Waste Home,“ segir Lauren sem fékk mikinn innblástur þaðan.

„Ég byrjaði á að hætta að kaupa vörur sem voru pakkaðar inn í plast og ég fór að taka með mér mína eigin poka og krukkur undir það sem ég var að kaupa í búðinni. Ég hætti að kaupa ný föt, ég keypti bara notað,“ segir Lauren sem fór að gefa frá sér gömul föt og aðra hluti sem hún notaði ekki mikið. Þá bað hún afgreiðslufólk alltaf að sleppa því að gefa sér rör, poka og kvittanir þegar hún verslaði.  

Kostirnir eru margir

Það tók Lauren um ár að gera þessar breytingar, hún segir þetta hafa verið krefjandi tíma en að það hafi verið þess virði. Kostirnir við að framleiða ekkert rusl eru margir að sögn Lauren. Hún sparar peninga, hún borðar hollari mat og er hamingjusamari svo eitthvað sé nefnt.

„Þar sem ég kaupi núna bara mat sem er ekki pakkaður í plast þá get ég ekki borðið skyndibita og aðra óhollustu sem kemur gjarnan í miklum umbúðum,“ segir Lauren sem borðar í dag mikið af lífrænum matvörum.

„Ég tók þennan lífstíl ekki upp til að vera með yfirlýsingu,“ segir Lauren sem kveðst hafa gert þessar breytingar vegna þess að á þessum lífstíl hefur hún mikla trú. 

Mannfólkið framleiðir ótrúlegt magn rusls á ári hverju.
Mannfólkið framleiðir ótrúlegt magn rusls á ári hverju.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál