Gert að skoða sónarmynd áður en fóstrinu er eytt

Fyrir flestar verðandi mæður er spennandi að fara í sónar.
Fyrir flestar verðandi mæður er spennandi að fara í sónar. AFP

Þegar draumur fólks um að eignast barn verður að veruleika er sónarmynd gleðilegt tákn fyrir barnið sem er á leiðinni. Þessar sónarmyndir halda foreldrar gjarnan upp á og sýna svo vinum og vandamönnum. En sónarmynd getur líka vakið neikvæðar tilfinningar, sérstaklega hjá þeim sem fara í fóstureyðingu en verða, samkvæmt lögum, að skoða sónarmynd áður en aðgerð er framkvæmd.

Lög sem segja að læknir sé skyldugur til að setja sjúkling sinn í sónar áður en fóstureyðing er framkvæmd verða æ algengari í Bandaríkjunum. Lög þessi eru umdeild því þau virðast vera hönnuð til að hvetja konur til að hætta við að fara í fóstureyðingu. Þær konur sem neita að skoða sónarmyndina sína þurfa þá oft að skrifa undir sérstakt eyðublað.

Lög þessi eru misjöfn á milli ríkja en í þremur ríkjum gilda lög um að sá sem framkvæmir fóstureyðingu þurfi að framkvæma sónarskoðun á konum og sýna þeim svo útprentaða mynd og lýsa henni fyrir þeim.

24 ára kona að nafni Casey minnist þess að hafa grandskoðað sónarmyndina sína áður en hún fór í fóstureyðingu. „Það truflaði mig að sjá hana en ég varð að vita hvernig hún leit út,“ segir Casey sem langar að eignast börn í framtíðinni. Hún var þó ekki tilbúin í barneignir þegar hún varð ólétt fyrir nokkru. Casey kveðst ekki hafa vitað hvers vegna hún hafði svona mikinn áhuga á að skoða sónarmyndina. „Ég veit ekki hvort þetta var eintóm forvitni eða einhver vottur af ábyrgð,“ sagði Casey í viðtali við Glamour.

„Ég gerði það sem ég þurfti að gera“

21 árs kona dregur reglulega fram sónarmyndina sem hún fékk áður en hún fór í fóstureyðingu. „Ég mun geyma þessa mynd í skúffunni þar sem ég geymi mikilvæg og persónuleg gögn,“ segir unga konan sem ákvað að fara í fóstureyðingu vegna þess að hún átti tvö börn fyrir. Hún var einstæð og starfaði við ræstingar þegar hún varð ólétt að þriðja barninu. „Ég horfði á heildarmyndina. Ég gerði það sem ég þurfti að gera fyrir hin börnin mín.“

Jane er 36 ára, hún fór í fóstureyðingu en var gert að skoða sónarmynd áður en aðgerðin var framkvæmd. „Veistu, sónarmyndin hryggði mig ekki,“ útskýrði Jane sem er gift og á tvö börn. „Ég var algjörlega handviss. Þess vegna kom ég hingað. Ég er búin að fullkomna fjölskyldu mína,“ sagði Jane.

Flestir foreldrar halda upp á sónarmyndir af börnum sínum.
Flestir foreldrar halda upp á sónarmyndir af börnum sínum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál