Góð ráð fyrir þá sem hræðast almenningsklósett

Margt fólk neitar að nota almenningsklósett.
Margt fólk neitar að nota almenningsklósett.

Mörgum er meinilla við almenningsklósett, það eitt er víst. Margt fólk forðast það eins og heitan eldinn að nota almenningssalerni því maður veit í rauninni aldrei hvert ástand klósettsins er. En hvað er til ráða?

Almenningsklósett eru ekki spennandi og það vita þáttastjórnendur þáttarins The Doctors. Í einum þættinum tóku þáttastjórnendur almenningsklósett fyrir, þá var rannsakað hvar mestu sýklarnir leynast.

Niðurstöðurnar komu nokkuð á óvart því þær leiddu í ljós að básinn sem er lengst frá innganginum er alla jafna sá skítugasti. En sá sem er næst innganginum er sá hreinasti. Þá kom einnig í ljós að klósettsetan er mun hreinni en ætla mætti en það gæti verið vegna þess að fólk setur gjarnan klósettpappír á setuna áður en það fær sér sæti. Aftur á móti var klósettpappírsskammtarinn morandi í sýklum, hann var u.þ.b. 150% skítugari en klósettsetan. Þessu er greint frá á heimasíðu MailOnline.

Rannsakendur vildu þó minna fólk á að það er algjör óþarfi að forðast almenningssalerni því almennilegur handþvottur ætti að skola öllum sýklum burt. Þeir mæltu þá með því að nota handþurrku þegar skrúfað er fyrir vatnið til að halda höndunum algjörlega sýklalausum eftir handþvottinn. Sömuleiðis mæltu þeir með að nota handþurrku til að opna dyrnar á almenningsklósettinu.

Það er aldrei að vita hvað bíður manns inni á …
Það er aldrei að vita hvað bíður manns inni á almenningssalernum. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál