Snjallsímanotkun getur valdið miklu álagi á líkamann

Þegar við höllum höfðinu fram til að skoða símann setjum …
Þegar við höllum höfðinu fram til að skoða símann setjum við óþarfa álag á hálsinn.

Eyðir þú dágóðum tíma á dag í snjallsímanum? Ef svo er þá eru þetta upplýsingar sem þú þarft að kynna þér.

Stellingin sem við setjum okkur í þegar við skoðum snjallsímann hefur afar slæm áhrif á líkamsstöðuna og setur mikið álag á bakið og hálsinn. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem læknatímaritið Surgical Technology International gaf út er varhugavert að gleyma sér lengi í símanum. Með niðurstöðunum var gefin út útskýringarmynd sem sýnir hversu mikið álag er á hálsinum og bakinu hverju sinni.

Þegar við stöndum bein í baki heldur hálsinn uppi þeirri þyngd sem höfuðið vegur (5-6 kíló). En því meira sem við höllum höfðinu fram, því meira eykst álagið. Þegar hálsinn er t.d. í 15 gráðu halla erum við að bæta um 12 kílóa álagi á hálsinn. Og eins og myndin gefur til kynna eykst álagið jafnt og þétt með auknum halla.

Þetta aukna álag sem við setjum á hálsinn og bakið dag eftir dag getur vissulega haft slæm áhrif á líkamann til lengri tíma. Rannsakendur mæla því með að allir snjallsímaeigendur hafi þessar upplýsingar í huga og einbeiti sér frekar að því að halda höndunum uppi í staðin fyrir að halla höfðinu.

Snjallsímanotkun getur haft slæm áhrif á hálsinn og bakið.
Snjallsímanotkun getur haft slæm áhrif á hálsinn og bakið. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál