Eyþór aftur í Biggest Loser

Eyþór Árni Úlfarsson er mættur aftur til leiks í Biggst …
Eyþór Árni Úlfarsson er mættur aftur til leiks í Biggst Loser Ísland.

Eyþór Árni Úlfarsson varð þekktur í fyrra þegar hann tók þátt í fyrstu seríu af Biggst Loser Ísland. Eyþór skar sig úr því hann var þyngsti keppandinn í sjónvarpsþættinum. Þótt Eyþór hafi dottið út í síðustu keppni lét hann það ekki stoppa sig og er mættur aftur til leiks. Hann var 249 kg þegar hann byrjaði í fyrri seríunni af Biggest Loser Ísland en nú er hann 211 kg og örlítið léttari á sér. Eyþór Árni er 35 ára og er öryrki.

Hefur þú alltaf verið svona þungur? Svona meira og minna alveg síðan ég var bara barn. Byrjaði frekar snemma að fitna og hef einhvern veginn aldrei náð að hafa hemil á því þannig að ég hef stækkað bara og stækkað.

Hefurðu fundið fyrir fordómum vegna þyngdar þinnar? Já já algerlega, fólk hefur mismikinn skilning á því hvað það er að vera of feitur. Þetta er almennt litið miklu hornauga og fólk virðist ekki alveg skilja hvað það er í raun erfitt að vera feitur og geta ekki losnað úr þessum vítahring.

Hvað var erfiðast í Biggest Loser-ferlinu? Erfiðast held ég að sé alltaf bara að takast á við manns eigin hindranir, þær sem maður setur sjálfur fyrir sig. Að hafa ekki trú á sjálfum sér og gera sjálfum sér hlutina erfiðari en þeir þurfa að vera.

Hvað viltu segja við þá sem þrá að léttast en komast ekki úr sporunum?

Byrjið á mataræðinu og smáhreyfingu, ekki reyna að „gleypa heiminn“. Það er ótrúlegt hvað mikið hefst upp úr því að bara byrja á að sleppa öllu nammi og gosi og fara bara út að labba rösklega í svona hálftíma á dag.

Hefur þyngdin gert það að verkum að þú hefur ekki látið drauma þína rætast? Erfitt að segja, já ætli það hafi ekki að minnsta kosti gert mér erfiðara fyrir.

Hvað myndir þú vilja vera þungur? Ég vil á endanum vera kominn í svona 100-110 kíló.

Hvað veitir þér mesta lífsfyllingu? Að eyða deginum með fjölskyldunni í eitthvað skemmtilegt eins og ferð í húsdýragarðinn eða eitthvað álíka. Fjölskyldan, smáhreyfing og góðar stundir saman, hvað fleira getur maður beðið um?

Þessi mynd var tekin af Eyþóri Árna í fyrra þegar …
Þessi mynd var tekin af Eyþóri Árna í fyrra þegar hann var 249 kg.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál