Gjörbreyttist eftir að hann gerðist hráfæðisæta

Boy George gjörbreyttist eftir að hann fór að neyta hráfæðis.
Boy George gjörbreyttist eftir að hann fór að neyta hráfæðis. Ljósmynd/ www.vegworldmag.com

Það þekkja flestir Boy George vegna tónlistar hans en það eru ekki allir sem vita að George er hráfæðisæta og hefur gefið úr matreiðslubók. Honum finnst hann líta betur út eftir að hann gerðist „vegan“ og fór að neyta hráfæðis, og sömuleiðis líður honum betur. Munurinn er þvílíkur.

„Í dag er ég á safakúr, þannig að ég er búinn að fá mér einn lítra af grænu,“ segir George aðspurður  hvað væri það seinasta sem hann borðaði. „Agúrka, spínat, steinselja, sítróna og epli. Í gær bjó ég til möndlumjólk sem ég fékk mér í morgun,“ sagði George í viðtali sem birtist á heimasíðu Veg World. „Þeir sem eru á hráfæði borða vanalega ekki morgunmat, við reynum frekar að innbyrða mikinn vökva. Þess vegna bý ég til alla þessa mismunandi drykki sem eru næringarríkir.“

Stelst aldrei í það sem er „bannað“

George kveðst aldrei stelast til að fá sér eitthvað sem er „bannað“, hann útbýr þess í stað sína eigin eftirrétti sjálfur og nýtur þess í botn. „Það er það sem ég elska mest við hráfæðið, þetta er sannkölluð gullgerðarlist. Þetta eru áhugaverð vísindi og ég held að þetta sé frábær leið til að borða ef maður er skapandi einstaklingur.“

George er búddisti, það fyrsta sem hann gerir á morgnana er að fara í sturtu og biðja bænir. „Svo fæ ég mér að borða. Það fer eftir því hvað ég er að fara að gera. En ég verð alltaf að gefa mér tíma til að biðja, það tekur yfirleitt um 20 mínútur.“

„Ég elska  espresso. Ég fæ mér einn bolla á morgnana. Svo vil ég fá mér göngutúr á morgnana,“ útskýrir George sem segist oftast fá sér hafragraut eða einhverskonar safa í morgunmat.

Boy George byrjar gjarnan daginn á grænum safa.
Boy George byrjar gjarnan daginn á grænum safa.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál