Glamúr-jógamottur trylla jógadísir landsins

Svarta PRO jógamottan frá Manduka, sem er ýmist kölluð drottning allra jógamotta eða Taj Mahal jógadýnanna, hefur verið mjög vinsæl í mörg ár. Nú fæst hún nú fyrsta sinn í viðhafnarútgáfu, bæði í silfur- og gulli og er framleidd í takmörkuðu upplagi.

Það má sannarlega kalla þær fallegar glamúr-jógamottur, en það má líka upplýsa að gull og silfur hafa djúpa merkingu í jógafræðunum, ekki síður fyrir líkama en anda. Silfur er talið kælandi fyrir þá sem eru heitfengnir og sagt auka þrek og þrótt. Í þessum fræðum er líka sagt gott að setja ögn af silfri út í heita mjólk. Það sé styrkjandi. Gull er hins vegar hitagefandi og talið auka vit okkar. Þó eru sumir með ofnæmi fyrir gulli, eins og gengur, og hlaupa upp í útbrotum í námunda við það. Gull er gott, nærandi fyrir fegurðarskyn og anda og það má jafnvel borða það, segir í jógafræðunum, þ.e. ef maður er ekki með ofnæmi fyrir því.

Lengi hefur verið talað um Manduka PRO jógadýnuna sem fallega mublu sem eigi að vera hluti af stofustássinu. Þessi gerð er þung og fyrirferðarmikil. Þú átt að hafa hana opna og sýnilega þannig að hún kalli alltaf á þig. Ef hún er upprúlluð út í horni eru líkurnar á því að þú bregðir þér í hundinn eða rokkstjörnuna kannski aðeins minni.

Ef þú sérð stórstjörnu bera stóra svarta jógamottu eins og skartgrip, er það mjög líklega „svarta mottan“ frá Manduka (alltaf kölluð „the Black mat“ hvernig svosem liturinn er á henni).

Nú fæst hún semsé í gulli og silfri í Systrasamlaginu, en þó aðeins í örfáum eintökum, en líka í mörgum öðrum litum og gerðum, eins og venjulega. 

Jógamotta í svörtu.
Jógamotta í svörtu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál