Missti 52 kíló og 99 kíló án þess að fara í megrun

Jóhanna Elísa Engelhartsdóttir sigraði Biggest Loser Ísland.
Jóhanna Elísa Engelhartsdóttir sigraði Biggest Loser Ísland. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Smartland Mörtu Maríu er iðið við að færa fólki fréttir af öðru fólki sem hugsar vel um heilsuna, af fólki sem breytti um lífsstíl og fólki sem hefur farið nýjar leiðir við að losa sig við óþarfa farangur.

Á árinu 2014 varð allt vitlaust þegar Biggest Loser Ísland fór í loftið en lesendur höfðu líka mikinn áhuga á manninum sem léttist um 99 kíló án þess að fara í megrun og líka af töframátt magnesíum sem á að geta losað allt að 12 kíló úr þörmunum.

Í febrúar síðastliðinn sagði Smartland Mörtu Maríu frá Jon Gabriel sem var 186 kíló árið 2001 en er nú búinn að léttast um 99 kíló. Það merki­lega við all­an kílóam­issinn er að Gabriel losaði sig við þau án þess að fara í megr­un. Hann sagði vefsíðunni Mind Body Green sögu sína:

„Árið 2001 var ég 181 kíló. Ég hafði prufað alla megr­un­ar­kúra sem mér datt í hug. Ég vann meira að segja með doktor Atkins sjálf­um í um tvo mánuði, en eft­ir að hann rukkaði mig um mörg hundrum þúsund krón­ur, þá virt­ist það eina sem hann gat gert að öskra á mig fyr­ir að vera of feit­ur.

All­ir megr­un­ar­kúr­arn­ir sem ég prufaði enduðu eins. Það var alltaf lang­ur listi af mat sem ég mátti ekki borða. Ég fór eft­ir því sem átti að gera í öll­um megr­un­ar­kúr­un­um. Ég missti nokk­ur kíló með vilja­styrk­inn að vopni. Síðan kom að þeim tíma­punkti þar sem ég gat ekki meira og ég borðaði á mig gat. Það var sama hversu mörg kíló ég hafði losað mig við, þau komu öll á mig aft­ur á nokkr­um dög­um, og viku síðar var ég rúm­um tveim­ur kíló­um þyngri en ég var áður en ég byrjaði á megr­un­ar­kúrn­um. Þetta munst­ur, þar sem ég missti um fimm kíló og bætti á mig sjö kíló­um byrjaði árið 1990, þar til í sept­em­ber 2001, þá var ég orðinn 186 kíló.

Þá breytt­ist líf mitt. Hinn 11. sept­em­ber það ár munaði mjög litlu að ég hefði verið í farþega­flug­vél­inni sem var rænt af al-Qa­eda. Sú reynsla varð til þess að mér leið eins og ég væri með lífið að láni. Hér var ég að drepa mig í vinnu á Wall Street sem ég hataði og heim­ur­inn hafði gefið mér annað tæki­færi. HÉR er hægt að lesa sögu Gabriel í heild sinni.

Í janúar birti Smartland Mörtu Maríu viðtal við Hallgrím Magnússon lækni sem sagði að það gætu leynst 12 aukakíló í þörmunum. HÉR er hægt að lesa viðtalið við hann.

Með fjögurra ára barn á brjósti. Lesendur Smartlands Mörtu Maríu höfðu þó ekki bara áhuga megrunarsögum því viðtalið við afrekskonuna Önnu Huldu Ólafsdóttur sem er einnig doktorsnemi vakti athylgi. Sér í lagi fyrir þær sakir að hún væri ennþá með fjögurra ára barn sitt á brjósti. HÉR er hægt að horfa á viðtalið við Önnu Huldu.

Á árinu varð allt vitlaust út af Biggest Loser Ísland og fylgdist þjóðin spennt með keppendunum. Smartland Mörtu Maríu sá um að kynna keppendur keppninnar og fékk að fylgjast vel með bak við tjöldin. Þegar kom í ljós hver hefði unnið vildu allir vita meira. HÉR er hægt að lesa fréttina um sigurvegarann.

Jó­hanna Elísa Eng­el­harts­dótt­ir 35 ára líf­einda­fræðing­ur sem býr í Mos­fells­bæ var 126 kg þegar hún byrjaði í The Big­gest Loser Ísland. Hún bar sig­ur úr být­um í lokaþætti The Big­gest Loser Ísland í gær og létt­ist um 52 kg í keppn­inni. 

„Ég er ennþá að kom­ast niður á jörðina aft­ur, ég er ekki búin að átta mig á þessu. Þetta var stór­kost­legt. Þetta var loka­punkt­ur­inn á öllu sam­an og maður var bara að reyna að njóta þess að vera á staðnum og láta stressið ekki fara með sig,“ sagði Jó­hanna þegar ég hafði sam­band við hana í morg­un.

Hún seg­ir að það hafi reynt mjög mikið á sig að koma aft­ur heim eft­ir að hafa verið í tíu vik­ur á Ásbrú. „Þá þurfti ég að nota það sem ég hef lært á meðan ég var á Ásbrú og treysta á sjálfa mig. Ég vissi að það væri und­ir mér komið hvernig þetta færi,“ seg­ir hún. HÉR er hægt að lesa viðtalið við Jóhönnu.

Jon Gabriel breytti um lífsstíl í september árið 2001.
Jon Gabriel breytti um lífsstíl í september árið 2001. Ljósmynd/Mind Body Green
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál