Skotheld ráð fyrir þá sem eru andvaka

Stress, raftæki, aðstæður og annað getur haft mikil áhrif á …
Stress, raftæki, aðstæður og annað getur haft mikil áhrif á svefn og getu okkar til að slaka á. mbl.is

Flestir kannast við að liggja andvaka uppi í rúmi og láta hugann reika um allt milli himins og jarðar. Stress, raftæki, aðstæður og annað getur haft mikil áhrif á svefn og getu okkar til að slaka á. Hérna koma nokkur skotheld ráð fyrir þá sem kannast allt of vel við andvökunætur.

Dempaðu ljósin

Hugsaðu um myrkur sem náttúrulega svefntöflu. Myrkrið gefur líkamanum merki um að auka framleiðslu melatóníns sem er hormónið sem hjálpar þér að ná slökun. Dempaðu ljósin áður en þú ferð í háttinn og þannig gefur þú þér lengri tíma til að slaka á.



Lækkaðu hitastigið í svefnherberginu



Rannsóknir hafa bent til að þess að auðveldast sé að ná góðum svefni í um 18°C heitu herbergi. Þess vegna er gott að sofa með opinn glugga og fá svalan gust inn í herbergið.

Ekki nota svefnherbergið í hvað sem er

Reyndu að nota svefnherbergið aðeins undir svefn ... og kynlíf! Ekki horfa á sjónvarpið, borða eða hangsa í tölvunni uppi í rúmi. Ef þú ferð að þessu ráði muntu ósjálfrátt tengja svefnherbergið við svefn. Um leið og þú leggst í rúmið veit líkaminn þá hvað klukkan slær og þú nærð betri slökun.

Slökktu á raftækjum

Notaðu fyrripart kvölds til að svara tölvupósti, horfa á bíómyndir og skoða samskiptamiðla. Slökktu svo á raftækjunum þegar þú ferð í háttinn. Ljósið frá tölvu- og símaskjám getur t.d. haft afar slæm áhrif á svefn.

Kláraðu öll stressandi verkefni snemma

Það þýðir lítið að fara í háttinn stressaður, það vitum við. Þess vegna er nauðsynlegt að klára öll stressandi verkefni snemma dags. Um kvöldið getur þú svo hreinsað hugann og náð þér niður. Í lok dags ertu svo farinn að anda léttar og þá verður auðveldara að ná slökun.

Þessi ráð og fleiri má finna í nýjum pistli sem birtist í Men's Journal á heimasíðu Huffingtonpost.

Ekki hangsa í tölvunni uppi í rúmi ef þú villt …
Ekki hangsa í tölvunni uppi í rúmi ef þú villt fá góðan nætursvefn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál