Fitnaði um 5 kg með samlokuáti

Hjálmar Örn Jóhannsson þyngdist um 5 kg á hálfu ári …
Hjálmar Örn Jóhannsson þyngdist um 5 kg á hálfu ári með því að borða samloku í hverju hádegi og drekka gos með.

Hjálmar Örn Jóhannsson, uppistandari og fasteignasali, er vanur að vera í kringum 99 kg og hefur bara liðið nokkuð vel með það. Síðasta sumar fór hann að venja sig á breyttar neysluvenjur en áttaði sig alls ekki á því hvaða afleiðingar þær myndu hafa.

„Ég hef undanfarið verið að skjótast í 10/11 hérna í Borgartúni í hádeginu og negla á mig einni Roastbeef-samloku og kannski lítilli kók í gleri ásamt einu flottu súkkulaði með en þetta hefur kostað um 1.100 kr. Eftir að hafa stigið á vigtina hef ég ákveðið að eyða svipaðri upphæð í fiskrétti í hverju hádegi í staðinn og ætla að prófa að borða á Fylgifiskum og athuga hvort talan á vigtinni fari ekki eitthvað niður,“ segir Hjálmar sem var 104,4 kg þegar hann steig á vigtina í gær. Þá áttaði hann sig á því að hann hefði þyngst um um 5 kg síðan í sumar, með því að borða súkkulaði á hverjum degi og borða samlokur í staðinn fyrir alvörumat.

Hjálmar, sem er þekktur grínari, ætlar að leyfa vinum sínum að fylgjast með megruninni á Snapchat og er notendanafn hans hjalmarorn110.

Það eru þó ekki bara samlokurnar í hádeginu, kókið og súkkulaðið sem hefur fitað Hjálmar heldur játar hann að mataræðið hafi gert það að verkum að hann langi meira í sætindi og því hafi hann svolítið verið að fá sér sælgæti á kvöldin. Í þessu átaki sínu ætlar hann að hætta því.

Svona leit vigtin út í gær!
Svona leit vigtin út í gær!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál