Þráin eftir að grennast fór með hana í hjólastól

Bjarnheiður Hannesdóttir áður en hún fór í hjartastopp, fékk heilaskaða …
Bjarnheiður Hannesdóttir áður en hún fór í hjartastopp, fékk heilaskaða og endaði í hjólastól.

Bjarnheiður Hannesdóttir fór í 20 mínútna hjartastopp í desember 2012 eftir að hafa glímt við átröskun frá unglingsaldri. Hún tók inn bólgueyðandi og vatnslosandi lyf til að halda sér grannri en lyfin ollu stórhættulegum kalíumskorti í líkamanum sem gerði það að verkum að hjartað hætti að slá þennan örlagaríka desemberdag.

Í gærkvöldi var viðtal við Bjarnheiði og mann hennar, Snorra Hreiðarsson, í Kastljósi þar sem sagan var rakin. Þar kom fram að Bjarnheiður þráir ekkert heitar en að komast í stofnfrumumeðferð þar sem hún er bundin við hjólastól og er kraftlaus í höndum og fótum. Auk þess sér hún illa. Við hjartastoppið fékk hún heilaskaða.


„Draumur hennar er að komast út í stofnfrumumeðferð eftir að hún kynntist íslenskri stúlku með sambærilegan heilaskaða. Sú hefur farið í sex stofnfrumumeðferð til Indlands og náð ótrúlegum bata í kjölfarið. Heiða gerir sér alveg fulla grein fyrir því að þessu fylgir áhætta og eins er ekki víst að þetta hjálpi en þetta gefur henni von og vilja til að halda áfram og gefast ekki upp. Það er sú von sem við byggjum þessa söfnun á,“ segir Sigrún Lilja vinkona hennar. Bjarnheiður, eða Heiða eins og hún er kölluð stefnir á að komast í fyrstu meðferðina um miðjan apríl.

Síðasta sumar voru ættingjar og vinir Bjarnheiðar með söfnun en nú vantar herslumuninn svo hún komist út um miðjan apríl.

„Við bindum vonir við að við náum að safna því sem upp á vantar með bíósýningunni á morgun og eins með styrktarsímanúmerunum en samhugurinn hefur farið langt fram úr björtustu vonum. Íslendingar standa heilshugar saman þegar á reynir og við sem stöndum henni nálægt erum virkilega hrærð yfir viðbrögðunum sem söfnuninni Heiða og fjölskylda hefur verið sýnd,“ segir Sigrún Lilja.

 

Á morgun verður kvikmyndin Annie frumsýnd í Smárabíó kl. 17.15 og rennur allur ágóði óskertur beint í styrktarsjóð Heiðu.

„Við erum virkilega þakklát Senu fyrir þessa ómetanlegu aðstoð að fá að halda bíósýningu sem rennur algjörlega óskert í styrktarsjóðinn. Sveppi, Pétur og Gói koma og spjalla við gesti og gangandi í hléi og verður hægt að fá áritun frá strákunum. Að auki fær yngri kynslóðin pakka við hurð á meðan birgðir endast en Nettó voru svo yndislegir að styrkja okkur með gjafirnar. Við erum stútfull af þakklæti því aðstoð sem þessi er sko alls ekki sjálfsögð og að auki langar mig að koma á framfæri sérstöku þakklæti til þeirra ótrúlega hópi kvenna sem standa að þessum styrktarsjóði með okkur því án þeirra þrotlausu vinnu væri þetta ekki gerlegt. Team Heiða er algjörlega magnaður hópur,“ segir hún.

Þeir sem ekki komast í bíó en vilja samt styrkja er bent á Styrktarfélag Bjarnheiðar Hannesdóttur.

Kt. 510714-0320 Reikningsnr. 0133-26-10190

Eða að hringja í styrktarsíma og velja upphæð sem rennur beint í styrktarsjóðinn:

907-3501 (1.000 kr.)
907-3503 (3.000 kr.)
907-3505 (5.000 kr.)

Styrktarsíðu Heiðu má nálgast á facebook hér: https://www.facebook.com/groups/201687563308715/

Í Kastljósi í kvöld verður viðtal við móður Bjarnheiðar Hannesdóttur.

Bjarnheiður Hannesdóttir og Snorri Hreiðarson með börnin sín þrjú.
Bjarnheiður Hannesdóttir og Snorri Hreiðarson með börnin sín þrjú.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál