Tequila hefur grennandi áhrif

Samkvæmt niðurstöðum rannsókna sem gerðar voru á sjúklingum með sykursýki …
Samkvæmt niðurstöðum rannsókna sem gerðar voru á sjúklingum með sykursýki 2 hefur sykurtegund í Tequila grennandi áhrif. Instagram

Mögulega er þetta besta frétt sem þú hefur lesið árum saman. Allt bendir til þess að Tequila hafi grennandi áhrif!

Samkvæmt niðurstöðum rannsókna sem gerðar voru á sjúklingum með sykursýki 2 hefur sykurtegund í Tequila grennandi áhrif. 

Með því að innbyrða sykru sem kallast agavin, og er unnin úr agave plöntunni (sem er notuð í framleiðslu Tequila) örvast insúlín framleiðsla líkamans og blóðsykur lækkar.

Svo skemmtilega vill til að mýs í yfirvigt léttust töluvert þegar tilraunir voru gerðar á þeim við þróun á sætuefninu og þannig kom í ljós að Tequila hefur þannig grennandi áhrif!

Ólíkt hvítum sykri eða öðrum tvísykrum, frúktósa og glúkósa, er engin upptaka á agavin í líkamanum og því hefur það engin áhrif á glúkósa í blóðinu.

Nú erum við kannski ekki að hvetja fólk til að byrja að steypa í sig og dansa Tequila dansinn, en engu að síður eru þetta frábærar fréttir því agavin sykran er í raun form af trefjum sem gefa mettandi tilfinningu og draga þannig um leið úr matarlyst. 

Vísindafólkið sem vinnur að þessari rannsókn er alveg í skýjunum með niðurstöðurnar því flest bendir hér til þess að í ljós sé komið sætuefni sem er létt, mjög uppleysanlegt og hefur ekki neikvæð áhrif á efnaskipti líkamans.

Rannsóknin er unnin af The American Chemical Society (ACS) en í Bandaríkjunum þjást um 26 milljónir manna og kvenna af sykursýki.

Verði niðurstöður rannsóknarinnar endanlega þannig að á markaðinn komi sætuefni sem lækkar blóðsykurinn í stað þess að hækka og gefur mettandi tilfinningu gæti það haft byltingarkennd áhrif á matvælaiðnaðinn. Vonum það besta.

Góðar fréttir! Sykra, sem meðal annars er notuð í gerð …
Góðar fréttir! Sykra, sem meðal annars er notuð í gerð Tequila, lækkar blóðsykur og dregur úr matarlyst. Sierra
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál